Fráveita dælustöð suður

Málsnúmer 201304092

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 2. fundur - 30.04.2013

Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var gert ráð fyrir kaupum á dælum og breytingum á búnaði. Nú hafa verið skoðaðar hugmyndir að breyta dælustöðinni þannig að dælurnar verði afkastameiri og steyptur brunnur fyrir þær. Kostnaður verður meiri ef farið verður þessi leið en ávinningurinn er meira rekstraröryggi stöðvarinnar.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 3. fundur - 22.05.2013

Á 2. fundi veitu- og hafnaráðs voru til kynningar breytingar á suður dælustöð fráveitunnar. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 4.000.000,-, í þá framkvæmd, en sé farin sú leið sem hér er til umræðu gæti kostnaður aukist um kr. 4.000.000,-.
Ráðið samþykkir að fara að þeirri tillögu sem fyrir liggur en óskar jafnframt að ýtrasta hagræðis sé gætt við framkvæmdina og rekstur fráveitu á árinu.