Framtíðarstaðsetning við Dalvíkurhöfn

Málsnúmer 201302052

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 36. fundur - 15.02.2013

Fyrir liggur erindi frá Frey Antonssyni, Arctic sea tours ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum við hafnastjórn um framtíðarstaðsetningu báta fyrirtækisins við Dalvíkurhöfn.
Freyr Antonsson fer yfir aðstæður og sína sýn á framtíðarmöguleika.
Hafnastjórn ræddi framtíðarskipulag innan hafnar og nýtingu á bæði bryggjum og húsum. Samþykkt að þessi mál verði áfram til skoðunar og m.a. verði skoðað hvort unnt sé að stofna sérstakt félag um verbúðirnar.
Freyr Antonsson svaraði fyrirspurnum og vék síðan af fundi.

Veitu- og hafnaráð - 2. fundur - 30.04.2013

Á 36. fundi hafnastjórnar var farið yfir erindi frá Frey Antonssyni, Arctic sea tours ehf. varðandi framtíðarstaðsetningu fyrirtækis hans í Dalvíkurhöfn. Freyr var á fundinum og fór yfir áætlanir sínar.
Fyrir fundinum liggur nýtt erindi frá Frey dagsett 28.04.2013 þar sem fram kemur að Arctic sea tours í samvinnu við Bátaferðir verða með tvo báta í hvalaskoðun frá Dalvík í sumar, Draum og ný keyptan 50 tn. eikarbát. Í erindinu er fjallað um aðstöðu í höfninni í sumar og þeir kostir sem í stöðunni eru listaðir upp.
Hafnastjóra og yfirhafanaverði falið að ræða við umsækjanda og leysa aðstöðumál fyrirtækisins í sumar í samræmi við umræður á fundinum.