Þjónustusamningur við Náttúrusetur?

Málsnúmer 201302033

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 35. fundur - 12.02.2013

Tekið var fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, f.h. Náttúrusetursins þar sem óskað er eftir þjónustusamningi við Dalvíkurbyggð. Þar kemur m.a. fram að Náttúrusetrið yrði formlegur umsjónaraðili Friðlands Svarfdæla, að það héldi úti fræðslu og frekari uppbyggingu í friðlandinu. Menningarráð telur efnisóskir bréfsins ekki á forræði ráðsins. Menningarráð telur þó mikilvægt að framtíðarhlutverk og rekstur Nátturusetursins komist í skýran farveg og mun hvetja til umræðu um það á íbúaþingi um menningarmál 27. feb. nk. Menningarráð vísar erindinu því til byggðaráðs Dalvikurbyggðar. 

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 656. fundur - 21.02.2013

Tekið fyrir erindi frá stjórn Náttúruseturs á Húsabakka, dagsett þann 21. desember 2012, þar sem Hjörleifur Hjartarson, verkefnastjóri, óskar eftir að gerður verði þjónstusamningur á milli Dalvíkurbyggðar og Náttúrsetursins sem feli m.a. í sér að Náttúrusetrið verði formlegur umsjónaraðili með Friðlandi Svarfdæla og haldi úti fræðslustarfi. Dalvíkurbyggð greiði á móti Náttúrusetrinu árlega kr. 3.000.000 auk tilfallandi efniskostnaðar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að eiga fund með stjórn Náttúruseturins á Húsabakka og í framhaldi að því að hafa samband við Umhverfisstofnun, með vísan í samning á milli  Umhverfisstofnunar og Dalvíkurbyggðar um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla í Svarfaðardal.