Framlenging á samningi um skólamat, skólaárin 2013-2015

Málsnúmer 201301067

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 170. fundur - 06.02.2013

Með fundarboði fylgdi tillaga að framlengingu á samningi við Veisluþjónustuna um skólamat vegna skólaáranna 2013-2014 og 2014-2015. 5% hækkun verður á skólamat í haust og verður því hlutur foreldra grunnskólabarna 362 kr. og hlutur Dalvíkurbyggðar 222 kr., samtals 584 kr. Hádegisverður fyrir leikskólabörn mun kosta 317 kr. Önnur hækkun mun ekki koma til á samningstímanum. Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.