Fundur um jafnrétti og bann við mismunun

Málsnúmer 201301026

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 166. fundur - 15.01.2013

Félagsmálastjóri lagði fram tölvubréf frá 7. janúar 2013 um að Mannréttindaskrifstofa Íslands og Jafnréttisstofa bjóði upp á fræðslu um jafnrétti og tilskipanir ESB um bann við mismunun. Markmið fundarins er að kynna meginreglur tilskipanna og skýra hugtakið mismunun. Einnig verður fjallað um fjölþætta mismunun. Vefkefnið er fjármagnað af félags- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins og er ráðinu að kostnaðarlausu.
Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að óska eftir fræðslufundi um jafnrétti og tilskipanir ESB um bann við mismunun.

Félagsmálaráð - 167. fundur - 26.02.2013

Undir þessum lið kemur Bergljót Þrastardóttir frá Jafnréttisstofu.
Á síðasta fundi félagsmálaráðs var lagt fram bréf frá Jafnréttisstofu þar sem boðið var upp á fund um jafnrétti og bann við mismunun. Félagsmálaráð óskaði eftir slíkum fundi.
Bergljót Þrastardóttir sérfræðingur frá Jafnréttisstofu kynnti kynjasamþættingu sem og bann við mismunun.
Bergljót Þrastardóttir víkur af fundi kl. 10:15