Mokstur hjá fötluðum, öryrkjum og ellilífeyrisþegum

Málsnúmer 201301024

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 166. fundur - 15.01.2013

Fjölmargir hafa haft samband og óskað eftir því að mokað yrði fyrir þá vegna þess að þeir hafi ekki getu til þess. Um er að ræða fatlaða, öryrkja og ellilífeyrisþega. Félagsmálastjóri er búinn að kynna sér hvernig þessu er háttað í öðrum sveitarfélögum. Önnur sveitarfélög í kringum okkur eru ekki að sinna þessum mokstri fyrir einstaklinga. Einstaklingar þurfa sjálfir að kaupa sér þann mokstur.
Félagsmálaráð samþykkir að ekki verður hægt að verða við beiðnum um mokstur heimreiða, bílaplana og gangstíga frá götu að útidyrahurðum.