Vinnusamningar - AMS

Málsnúmer 201301022

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 166. fundur - 15.01.2013

Huga þarf að vinnusamningum fyrir einstaklinga í samfélaginu bæði núna og svo í sumar. Núna bíður einn og jafnvel tveir einstaklingar eftir að komast á slíka samninga. Einnig er hægt að gera vinnusamninga við þá sem eru atvinnulausir og eiga ekki rétt á eða eru búnir með bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun.
Félagsmálaráð vísar erindinu til bæjarráðs og óskar eftir að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 654. fundur - 31.01.2013

Á 166. fundi félagsmálaráðs þann 15. janúar 2013 var eftirfarandi bókað:

Huga þarf að vinnusamningu fyrir einstaklinga í samfélaginu bæði núna og svo í sumar. Núna bíður einn og jafnvel tveir einstaklingar eftir að komast á slíkan samning. Einnig er hægt að gera vinnusamninga við þá sem eru atvinnulausir og eiga ekki rétt á eða eru búnir með bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun.

Félagsmálaráð vísar erindinu til bæjarráðs og óskar eftir að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi.