Styrkumsóknir 2013

Málsnúmer 201301005

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 173. fundur - 08.05.2013

Helga Björt Möller kynnti þá styrki sem skólarnir og Fræðslusvið hafa fengið úthlutað nú á árinu.Þróunarsjóður innflytjendamála veitt fræðslu- og menningarsviði styrk upp á 500.000 kr. vegna verkefnisins Eitt samfélag okkar allra, samræðufundur um fjölmenningu.Endurmenntunarsjóður grunnskóla veitti Dalvíkurskóla styrk upp á 250.000 vegna endurmenntunar á sviði viðhorfa og fjölmenningarlegrar kennslu. Sjóðurinn veitti Fræðslu- og menningarsviði styrk upp á 150.000 kr. vegna endurmenntunar á sviði jafnréttis og Árskógarskóla 40.000 kr. vegna endurmenntunar um spjaldtölvur. Sprotasjóður veitti Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar í samstarfi við leik- og grunnskóla styrk upp á 900.000 kr. vegna verkefnisins Jafnrétti-setjum gleraugun á nefið. Fræðsluráð fagnar þessum styrkúthlutunum og telur þær bera vott um að skólarnir séu tilbúnir að þróast og sækja enn frekar fram í skólastarfi.