Um breytingu á innheimtu

Málsnúmer 201212044

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 40. fundur - 13.12.2013

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir, safnstjóri Bóka- og héraðsskjalasafns. Farið var yfir gjaldskrá bókasafnsins sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar en þar er m.a. gert ráð fyrir að hætt verði gjaldtöku vegna útgáfu skírteina fyrir íbúa sveitarfélagsins. Hins vegar verður talsverð hækkun á gjaldtöku vegna vanskila á safnkosti. Ný gjaldskrá mun taka gildi 1. janúar 2014.