Söguskjóður-styrkverkefni

Málsnúmer 201212031

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 170. fundur - 06.02.2013

Foreldratengda verkefnið Söguskjóður fór af stað 24. janúar síðastliðinn en fyrsti hluti verkefnisins er samstarfsverkefni Krílakots, Kátakots og fræðslusviðs, styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála. 13 foreldrar eru skráðir til leiks sem vinna að gerð bóktengds málörvunarefnis fyrir börn leikskólanna. Hópurinn hittist vikulega til að sinna þessari vinnu fram að páskum. Jákvæðni og gleði ríkti á fyrstu vinnufundum hópsins.

Fræðsluráð - 177. fundur - 13.11.2013

Helga Björt Möller kennsluráðgjafi á fræðslusviði greindi frá seinni hluta Söguskjóðu-verkefnisins en þeim hluta er nýlokið. Verkefnið heppnaðist vel og 20 foreldrar tóku þátt í vinnunni. Betri þátttaka foreldra var í verkefninu en í fyrra skiptið. Helga sagði jafnframt að fjármagn til verkefnisins væri nú uppurið og óvíst með framhaldið. Fræðsluráð þakkar fyrir upplýsingarnar á þessu spennandi verkefni og vonast til að hægt verði að tryggja fjármögnun svo mögulegt verði að hafa það a.m.k. einu sinni á ári.