Fundur með íbúum Dalvíkurbyggðar með annað móðurmál en íslensku

Málsnúmer 201212024

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 170. fundur - 06.02.2013

Upplýst var um að Fræðslu- og menningarsvið í samvinnu við Félagssvið hyggst á næstu mánuðum halda fund með foreldrum barna af erlendum uppruna. Markmið fundarins er fá foreldra til samræðu um skólastarfið, börnin, tómstundir og framboð af hvers kyns þjónustu sem í boði er. Óskað verður eftir röddum foreldra í þessari samræðu, hvað þeir eru að upplifa, hugmyndum þeirra o.s.frv. Þess verður gætt að túlkaþjónusta verði veitt á fundinum. Þegar hefur verið boðað til undirbúningsfundar vegna þessa en í undirbúningshópi sitja stjórnendur skólanna, bókasafns, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt þeim sem starfa sérstaklega með þessum hópi.