Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar; endurskoðun í samræmi við ný sveitarstjórnarlög; undirbúningur.

Málsnúmer 201210075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 642. fundur - 01.11.2012

Til umræðu endurskoðun á gildandi samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar sem þarf að endurskoða fyrir áramót skv. nýjum sveitarstjórnarlögum. Tvær umræður þarf um samþykktirnar í bæjarstjórn.

Ekki liggur fyrir enn fyrirmynd að nýjum samþykktum sveitarfélaga frá innanríkisráðuneytinu og er því þessum lið frestað

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 647. fundur - 22.11.2012

Jóhann Ólafsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:42.

Á 642. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 1. nóvember 2012 var til umræðu endurskoðun á gildandi samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar sem þarf að endurskoða fyrir áramót skv. nýjum sveitarstjórnarlögum. Tvær umræður þarf um samþykktirnar í bæjarstjórn.

Ekki lá fyrir enn fyrirmynd að nýjum samþykktum sveitarfélaga frá innanríkisráðuneytinu og var því þessum lið frestað.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi fyrirmynd innanríkisráðuneytisins að samþykktum sveitarfélaga sem og leiðbeiningar ráðuneytisins um ritun fundargerða, sem barst í gær eða 21. nóvember s.l.

Á fundinum var unnið að endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins, fram að VI. kafla.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 648. fundur - 29.11.2012

Á 647. fundi bæjarráðs þann 22. nóvember s.l. var unnið að endurskoðun samþykka sveitarfélagsins, fram að VI. kafla.

Með fundiboði fylgdi fyrirmynd innanríkisráðuneytisins að samþykktum sveitarfélaga með þeim breytingum fyrir Dalvíkurbyggð sem ræddar voru á síðasta fundi.

Á fundinum var áfram unnið að endurskoðun samþykkta Dalvíkurbyggðar samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 649. fundur - 06.12.2012

Á 648. fundi var áfram unnið að endurskoðun samþykkta Dalvíkurbyggðar samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu eftirtalin vinnugögn:
Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; endurskoðun skv. nýjum sveitarstjórnarlögum og fyrirmynd frá innanríkisráðuneytinu.
Laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir.
Drög að leiðbeiningum um ritun fundagerða Dalvíkurbyggðar.

Á fundinum var áfram unnið að endurskoðun samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 650. fundur - 13.12.2012

Á 649. fundi bæjarráðs þann 6. desember s.l. var áfram unnið að endurskoðun samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi samþykktin eins og hún lítur nú út, eftir fund bæjarráðs frá 6. desember, með ábendingum frá bæjarstjóra og sviðstjórum um þau atriði sem þarf að taka til sérstakrar skoðunar og/eða taka ákvörðun um.

Á fundinum var áfram unnið að nýjum samþykktum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa samþykktunum með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 242. fundur - 18.12.2012

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til bæjarráðs á milli umræðna í bæjarstjórn.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 652. fundur - 10.01.2013

Á 242. fundi bæjarstjórnar þann 18. desember 2012 var Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykki að vísa samþykktinni til bæjarráðs á milli umræðna í bæjarstjórn.

Á fundinum var farið yfir þau atriði sem stóðu út af þar sem beðið var eftir svörum hvað þau atriði varðar, m.a. frá innanríkisráðuneytinu.

Á fundi bæjarráðs var farið yfir ofangreint og gerðar nokkrar breytingar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í bæjarstjórn með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarstjórn - 243. fundur - 15.01.2013

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og vísa samþykktinni til innanríkisráðuneytins til staðfestingar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 654. fundur - 31.01.2013

Á 243. fundi bæjarstjórnar þann 15. janúar 2013 var samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar tekin til síðari umræðu og hún samþykkt samhljóða. Samþykktin var síðan sent innanríkisráðuneytinu til staðfestingar.

Samkvæmt rafpósti dagsettum þann 28. janúar s.l. frá innanríkisráðuneytinu kemur fram að það eru nokkur atriði sem Dalvíkurbyggðar þarf að taka til skoðunar; sumt eru einfaldar athugasemdir, annað þarf að vera skýrara.

Á fundi bæjarráðs var farið yfir ábendingar ráðuneytisins.

Upplýst var á fundinum að sama dag og bæjarstjórn samþykkti Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar við síðari umræða var birt endurskoðuð auglýsing hvað varðar leiðbeiningar um ritun fundagerða.

Bæjarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir þær ábendingar sem innanríkisráðuneytið kom með.
Bæjarráð samþykkir samhljóða með  3 atkvæðum að fela bæjarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögur að breytingum í samræmi við ábendingar ráðuneytisins og þegar fengnar hafa verið skýringar ráðuneytisins á vafaatriðum.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 655. fundur - 07.02.2013

Á 654. fundi bæjarráðs þann 31. janúar 2013 samþykkti bæjarráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögur að breytingum í samræmi við ábendingar ráðuneytisins og þegar fengnar hafa verið skýringar ráðuneytisins á vafaatriðum.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með breytingum sem gerðar hafa verið í samræmi við leiðbeiningar innanríkisráðuneytisins.
 Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 656. fundur - 21.02.2013

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 15. febrúar 2013, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur staðfest meðfylgjandi samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Samþykktin hefur verið send til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Lagt fram.

Félagsmálaráð - 171. fundur - 14.05.2013

Félagsmálastjóri fór yfir samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar, nýlega endurskoðað í samræmi við ný sveitarstjórnarlög. Sérstaklega var farið yfir ritun fundargerða.
Lagt fram til kynningar