Niðurstöður samræmdra prófa 2012

Málsnúmer 201210063

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 168. fundur - 14.11.2012

Niðurstöður samræmdra prófa sem tekin voru í september síðastliðnum í 4. 7. og 10. bekk liggja nú fyrir. Skólastjórarnir, Gísli Bjarnason skólastjóri í Dalvíkurskóla og Gunnþór Gunnþórsson skólastjóri í Árskógarskóla kynntu og gerðu grein fyrir niðurstöðum prófanna og hugmyndir þeirra um hvernig unnið verður með þær. Niðurstöðurnar kveikja ýmsar spurningar og mikilvægt er að leita allra leiða til að bæta námsárangur nemenda og fá foreldra til meira samstarfs um það. Fræðsluráð þakkar fyrir kynninguna en óskar jafnframt eftir upplýsingum á nk. janúar fundi ráðsins um hvaða markmið skólarnir setja sér á næstu fimm árum er varða raðeinkunn nemenda á samræmdum prófum og hvaða leiða verður leitað til að bæta námsárangur.

Fræðsluráð - 170. fundur - 06.02.2013

Á 168. fundi fræðsluráðs þann 14.11.2012 var eftirfarandi bókað:"Niðurstöður samræmdra prófa sem tekin voru í september síðastliðnum í 4. 7. og 10. bekk liggja nú fyrir. Skólastjórarnir, Gísli Bjarnason skólastjóri í Dalvíkurskóla og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í Árskógarskóla kynntu og gerðu grein fyrir niðurstöðum prófanna og hugmyndum þeirra um hvernig unnið verður með þær. Niðurstöðurnar kveikja ýmsar spurningar og mikilvægt er að leita allra leiða til að bæta námsárangur nemenda og fá foreldra til meira samstarfs um það.

 Með fundarboði fylgdi skjal frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasyni með úrbótaáætlun skólans vegna útkomu á samræmdum prófum.  Gísli  fór yfir áætlunina og gerði fræðsluráði grein fyrir þeim þáttum sem unnið verður með í skólanum skv. áætluninni. Í vor verður unnið frekar að markmiðum í tengslum við raðeinkunn nemenda skólans og mun Gísli Bjarnason gera fræðsluráði grein fyrir þeirri vinnu síðar.  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri fór yfir stöðuna í Árskógarskóla.