Niðurgreiðslur á skólaakstri fram- og háskólanema

Málsnúmer 201210041

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 168. fundur - 14.11.2012

Með fundarboði fylgdi samantekt um hvernig niðurgreiðslum á skólaakstri hefur verið hagað til framhalds- og háskólanema. Sú fjárhæð sem varið hefur verið til þessara niðurgreiðslna hefur aukist mjög undanfarin ár með auknum fjölda nemenda sem skólana sækja. Jafnframt kemur sveitarfélagið að því nú á haustönn að niðurgreiða akstur aukaferða sem settar voru á til og frá Ólafsfirði með stundaskrá Menntaskólans á Tröllaskaga að leiðarljósi en styrkur nemenda frá LÍN/dreifbýlisstyrkur er einnig notaður beint til þess. Fræðsluráð staðfestir að halda áfram niðurgreiðslum á sömu forsendum og verið hefur en á nýju ári verði niðurgreiðslan tekin til endurskoðunar. Jafnframt verði það þá skoðað hvort enn sé þörf fyrir aukaferðir til og frá Ólafsfirði og sérskök ákvörðun tekin um niðurgreiðslur í því sambandi. 

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 654. fundur - 31.01.2013

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 28. janúar 2013, frá bæjarstjóra og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Í minnisblaðinu kemur fram sú tillaga að haldið verði áfram með skólaakstur til Ólafsfjarðar á vorönn. Þess verði jafnframt freistað að fá "strætó" til að taka upp ferð frá hausti frá Akureyri kl.7:15.

Þá er jafnframt lagt til að mánaðarkort, þriggja mánaða kort og níu mánaða kort verði greidd niður um 30% yfir nemendur 18 ára og eldri í fullu framhalds- og háskólanámi á Akureyri.

Markmið með greiðslum Dalvíkurbyggðar vegna skólaaksturs eða niðurgreiðslu á fargjaldi er að gera nemendum kleift að búa heima og að þeir séu sem næst jafnsettir hvort sem þeir kjósa að sækja skóla í Ólafsfirði eða til Akureyrar.

Kostnaður við niðurgreiðslur og skólaakstur á árinu 2012 var um 1,8 m kr. (c.a. 1.250 m.kr. niðurgreiðslur og c.a. 550 þ.kr. í skólaakstur). Á áætlun fyrir árið 2013 er 1 m.kr. í niðurgreiðslur. Ætla má að m.v. þá tillögu sem hér er sett fram muni sú upphæð nægja fyrir niðurgreiðslum til Akureyrar. Þá er eftir skólaakstur til Ólafsfjarðar. Ætla má að á vorönn muni hann kosta Dalvíkurbyggð 700 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur og samþykkir kr. 700.000 viðauka vegna deildar 04-81.

Fræðsluráð - 170. fundur - 06.02.2013

Með fundarboði fylgdi minnisblað um stöðu almenningssamgangna á svæðinu og þær ábendingar sem komið hafa fram í tengslum við þær. Ljóst er að tímasetningar eru óhentugar fyrir nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga og jafnframt hafa miklar breytingar orðið á verðskrá. Fræðsluráð leggur til að mánaðarkort, þriggja mánaða kort og níu mánaða kort verði greidd niður um 30% fyrir nemendur 18 ára og eldri í fullu framhalds- og háskólanámi á Akureyri. Ekki verður greitt fyrir kort fyrir nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga enda kemur Dalvíkurbyggð að beinni niðurgreiðslu á þeim ferðum.  Helga Björt vék af fundi.