Skólabyrjun 2012

Málsnúmer 201208012

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 167. fundur - 10.10.2012

Skólastjórnendur Dalvíkurbyggðar sögðu frá skólabyrjun skóla sinna í haust. a) Dalvíkurskóli Gísli Bjarnason sagði að hann hefði átt von á brattari skólabyrjun en raun varð á. Starfsfólk skólans fór í velheppnaða ferð til Finnlands og því biðu  mörg verkefni þegar heim var komið en allt hefur gengið vonum framar.  Tekist er á við ýmis ný verkefni. Unnið er áfram með Uppbyggingarstefnuna og Byrjendalæsið og innleiðing nýrrar stefnu, Orð af orði sem allir kennarar taka þátt í. Unnið er áfram með Grænafánann og nú er hafið Comeniusarsamstarf við sex Evrópulönd um umhverfismál.  b) KrílakotDrífa Þórarinsdóttir skólastjóri sagði skólastarf hafa farið vel af stað. Nokkrar breytingar hafa orðið á dagskipulagi skólans. Mikil ánægja er með skólalóðina og að framkvæmdum við hana sé að ljúka. Unnið verður áfram í vetur að því að viðhalda Grænfánanum og er áhersla á að nýta útisvæðið. Mörg börn í Krílakoti eru með annað móðurmál en íslensku og er sérstök áhersla á málörvun þeirra. Jafnframt var upplýst um þróunarverkefni sem er að fara að stað í samvinnu við fræðsluskrifstofu með gerð sögupoka sem einnig er málörvandi verkefni. c) ÁrskógarskóliGunnþór Gunnþórsson skólastjóri sagði starfið hafa gengið framar björtustu vonum. Hann sagði tímann hafa farið í að sameina skólastigin tvö og máta sig í nýju húsnæði. Þar kæmi allt vel út. Skólastigunum er blandað saman eftir því sem hægt er og það gengur mjög vel. Helst vantar tíma til að undirbúa betur stærri verkefni með aldursblöndun í huga. Verið er að stofna ráð og nefndir við skólann og eru nefndir sameiginlegar eftir því sem hægt er. Meðal þess sem verið er að vinna með er Uppbyggingarstefnan, Grænfáninn og Byrjendalæsi. Flestöll börnin eru í mat og það gengur allt vel. Tónlistarskólinn kemur einnig vel inn í starfið. Það sem vantar þó áþreifanlega er skólavænt útileiksvæði  og eru foreldrar farnir að þrýsta á þar um.   Fræðsluráð tekur undir mikilvægi þess að unnið sé að skipulagningu og frágangi lóðar hið fyrsta. d) Kátakot Gísli Bjarnason skólastjóri sagði að vel gengi þrátt fyrir nokkur veikindi starfsfólks. Hann sagði starfsfólk finna fyrir því að vinna í tveimur húsum en væri samt sátt. Innleiðing Uppbyggingarstefnunnar gengur vel. Lagfæringar á lóð skólans í sumar kemur vel út. Umræður urðu um lagfæringar á húsnæði og nauðsyn þess að hugsa það fram í tímann hvernig staðið verði að húsnæðismálum leikskólans og lóðar þá sömuleiðis.  e) Tónlistarskóli Ármann Einarsson skólastjóri sagði að allt gengi vel. Farið er rólega en örugglega af stað og nú er verið er að vinna einstaklingsnámskrár fyrir alla nemendur. Nemendur eru 95 alls.