Töfraheimar stærðfræðinnar

Málsnúmer 201205109

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 165. fundur - 08.06.2012

&&&Undir þessum lið kom Dóróþea Reimarsdóttir og útskýrði í stuttu máli þróunarverkefnið ,,Töfraheimur stærðfræðinnar" sem unnið hefur verið með í grunn- og leikskólum Dalvíkurbyggðar síðustu tvö ár. Verkefnið hefur gengið vel og fram kom í foreldra- og starfsmannakönnunum í mars sl. að almenn ánægja ríkir með það. Jafnframt eru kennarar ánægðir með þá faglegu styrkingu sem Dóróþea veitir þeim en mikil áhersla er í grunnskólunum  á að nemendur nái betri árangri í stærðfræði. Dóróþea nefndi að að kynna þyrfti verkefnið betur fyrir foreldrum og virkja þá. Undirstaða verkefnisins er skilningur. Því miður fékkst ekki styrkur úr Sprotasjóði né endurmenntunarsjóði til að halda verkefninu áfram en tveggja ára þróunarstarfi er að ljúka. 

Sviðsstjóri fór inn á hversu dýrmætt það er fyrir skólana og sveitarfélagið að Dóróþea sinni verkefninu jafn vel og raun ber vitni.

Ákveðið að Gísli skólastjóri og Dóróþea skoði möguleika á að halda verkefninu áfram og leggi áætlanir sínar fyrir fræðsluráð.

 

Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með verkefnið og styður hugmyndir um að  við skipulag skólastarfsins verði lögð áhersla á að halda verkefninu áfram.