Skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201205107

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 165. fundur - 08.06.2012

&&Kaldo Kiis skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst 2012.

 

Fræðsluráð og starfsmenn fræðslusviðs þakka Kaldo fyrir samstarfið og störf hans í þágu sveitarfélagsins og felur sviðsstjóra að ganga frá auglýsingu í takt við umræður á fundinum. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir að bæjarráð fjalli um umsóknir sem berast ásamt sviðsstjóra og geri umsögn til bæjarstjórnar sbr. 11. grein erindisbréfs fræðsluráðs.

 

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 630. fundur - 21.06.2012

Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 237. fundi bæjarstjórnar þann 19. júní 2012 var samþykkt sú tillaga fræðsluráðs að bæjarráð fjalli um umsóknir sem berast um starf skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar ásamt sviðstjóra.

Umsóknarfrestur um starfið var til og með 17. júní 2012. Ein umsókn barst um starfið. Umsækjandi er Ármann Einarsson.

Hildur Ösp gerði grein fyrir ofangreindu.
Bæjarráð samþykkir að Ármann Einarsson verði ráðinn í starf skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.