Skólamatur

Málsnúmer 201205004

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 164. fundur - 09.05.2012

&&&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar fór yfir niðurstöður úttektarinnar sem gerð var af Guðrúnu Adolfsdóttur þann 29. febr. 2012. Gísli fór jafnframt yfir fund sem haldinn var með Veisluþjónustunni, þar sem farið var yfir skýrsluna og úrbætur ræddar. Veisluþjónustan mun skila úrbótaáætlun til Dalvíkurbyggðar fyrir júnífund fræðsluráðs.

Umræður urðu um úttektina, um matarvenjur og matarsmekk barna og unglinga. 

 

Fræðsluráð fer fram á að matseðlum skólanna fylgi uppskriftir rétta, upplýsingar um hráefni og að farið sé í öllu að ráðleggingum Lýðheilsustofnunar.

 

 

Fræðsluráð þakkar fyrir upplýsingarnar og tekur undir að mikilvægt sé fyrir ráðið að fá úrbótaáætlun til umfjöllunar á næsta fund.