Öldungur 2012

Málsnúmer 201205003

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 36. fundur - 07.05.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir helstu atriði Öldungamótsins sem haldið var í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Skipulag mótsins gekk mjög vel og ber hrósa góðu skipulagi og miklu vinnuframlagi blakfélagsins Rima við framkvæmd mótsins. Nokkur umræða hefur verið um áfengisdrykkju á lokadögum mótsins og hefur Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sent athugasemdir á stjórn Blaksambands Íslands vegna þessa.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð vill þakka blakfélaginu Rimum fyrir vel skipulagt mót. Því miður fóru ekki allir þátttakendur eftir reglum Íþróttamiðstöðvar og ítrekar Íþrótta- og æskulýðsráð að áfengisdrykkja er bönnuð í Íþróttamiðstöðinni.