Ársskýrsla og reikningar UMFS barna og unglingaráð

Málsnúmer 201204039

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 36. fundur - 07.05.2012

Kristján Ólafsson formaður UMFS kynnti stuttlega ársskýrslu og ársreikning. Huga þarf að samningagerð og óskar UMFS eftir að tímar í Íþróttahúsi verði skoðaðir með tilliti til aukinnar þátttöku í yngri flokkum. Katrín Sigurjónsdóttir formaður barna og unglingaráðs talaði um aukna þátttöku barna af erlendum uppruna sem kæmi til vegna öflugs kynningarstarfs. Flokkum hefur fjölgað á milli ára og stefnir í að þeim muni enn fjölga á næstu árum hjá stúlkunum.