Götulýsing Dalvíkur

Málsnúmer 201204005

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 225. fundur - 04.04.2012

Á fundinum var kynnt lokaverkefni í lýsingarhönnun sem fjórir nemar við Tækniskólann höfðu unnið. Verkefnið er ítarlegt og tekur til margra ólíkra þætta sem þarf að hafa í huga þegar kemur að lýsingu umhverfis okkar. Tillögur eru gerðar um ýmsa þætti sem betur mætti fara og vert er að hafa í huga þegar endurnýja þarf útilýsingu í sveitarfélaginu. Hluti að verkefninu var að kynna það fyrir forráðamönnum sveitarfélagsins og var það gert 22. mars sl.
Umhverfisráð vill þakka nemunum fyrir greinargóða og vel útfæðar tillögur og leggur til að þær verði kynntar fyrir bæjarbúum á opnum fundi við fyrsta tækifæri.