Ósk um malartöku á eyrum Skíðadalsár

Málsnúmer 201203145

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 225. fundur - 04.04.2012

Jóhann Ólafsson óskar leyfis til efnistöku á eyrum Skíðadalsár í landi Ytra-Hvarfs. Um er að ræða allt að 20.000 m3 sem verða teknir á svæði sem merkt er á korti sem fylgi umsókninni. Gert er einnig ráð fyrir því að efnistakan fari fram um 100 m frá ánni og verður vinnsla efnis einungis utan veiðitíma. Umsækjandi leggur fram einnig umsögn Veiðfélags Svarfaðardálsár sem samþykkir hana fyrir sitt leyti.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina með þeim skilyrðum sem fram koma í umsókninni en vill taka það fram að um umrædd efnistaka er ofan vatnsbóla og ber því að nota því að haga vinnu í samræmi við aðstæður. Vakin er sérstök athygli á því að ekki verði olíulek tæki notuð til vinnunnar og þau aldrei geymd, utan vinnutíma, ofan vatnsbóla.