Kannanir 2012

Málsnúmer 201203026

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 164. fundur - 09.05.2012

&&&Farið var yfir niðurstöður starfsmanna- og foreldrakannana sem lagðar voru fyrir í leikskólunum og grunnskóla í febrúar/mars 2012 sem og foreldrakönnun í Tónlistarskólanum.

 

Niðurstöðurnar eru almennt mjög jákvæðar og betri en í fyrra.

Foreldrar og starfsmenn leikskólans voru m.a. spurðir út í hvort þeir teldu að Krílakot og Kátakot skyldu vera undir sömu stjórn eða hvort óbreytt fyrirkomulag væri heppilegra. Svör starfsmanna skiptust í nokkuð jafna hópa en stærsti hluti foreldra taldi að leikskólinn ætti að vera undir sömu stjórn.

Almenn ánægja var á meðal foreldra með starf leikskólanna en óánægju gætti hjá hluta foreldra barna á Kátakoti vegna húsnæðis og leiksvæðis og kom ítrekað fram að það væri gott ef Káta- og Krílakot gætu verið í sama húsnæði.

 

Niðurstöður foreldrakannananna munu birtast á heimasíðum skólanna undir innra og ytra mati.

 

Sigurður Jörgen Óskarsson fór af fundi kl. 8:45.

 

Fræðsluráð fagnar jákvæðum niðurstöðum og tekur ábendingar foreldra til skoðunar.