Umsókn um byggingarleyfi fyrir Árskógarskóla og breytingar á húsnæðinu.

Málsnúmer 201203025

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 223. fundur - 07.03.2012

Lögð er fram byggingarnefndarteikning sem unnin er af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt. Um er að ræða stækkun hússinss sem felst í því að anddyri er byggt fyrir leikskóladeild að stærð um 50 m2 ásamt breytingum innanhúss. Í umsóninni fylgir greinargóð lýsing á fyrirhuguðum breytingum á húsnæðinu. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá vinnueftirliti og heilbrigðiseftirliti.
&Með vísan til 3. mgr. 44. greinar skv. skipu­lags­lögum nr. 123/2010, en þar segir: "Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda."

Að framansögðu er ekki talin ástæða til þess að fram fari grenndarkynning á þeim byggingaráforum sem byggingarnefndarteikningarnar fela í sér.

Vakin er athygli á aðkoma að skólahúsnæðinu er ófullnægjanleg, þar þarf að hugsa fyrir aðkomu skólarútu og öryggi barna vegna þess að opin leið er frá anddyri inná bílastæði. Einnig þyrfti að aðlaga landið betur að suðvesturhlið á milli anddyra þannig að engar tröppur yrðu að norður anddyri.

Framlögð byggingarnefndarteikning er samþykkt og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.