Samningur um gamla íþróttahúsið við Golfklúbbinn Hamar

Málsnúmer 201203013

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 34. fundur - 06.03.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að afnotasamningi við Golfklúbbinn Hamar vegna inniaðstöðu í Víkurröst. Helstu atriði samnings eru þau að lagt er til að samningstími verði til 31. desember 2020. Golfklúbburinn mun taka að sér allt viðhald innanhús og Dalvíkurbyggð allt viðhald utanhús. Íþrótta og æskulýðsráð samþykkir afnotasamningin með breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 47. fundur - 07.05.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir viðhaldsframkvæmdir golfklúbbsins Hamars á félagsaðstöðu og aðkomu í aðstöðu Víkurrastar. Farið var yfir kostnað við framkvæmdina sem var 4.078.203 kr.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 53. fundur - 04.02.2014

Fyrir liggur ósk frá Golfklúbbnum Hamri um að útgjöld vegna framkvæmda í Víkurröst komi til frádráttar á leigu á næstu árum sbr. samningur þar sem kemur fram að viðhald á húsnæði gangi upp í leigu. Gögn um kostnað við framkvæmdirnar liggja fyrir að upphæð 4.808.203.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að tekið verði tillit til þess hluta framkvæmda sem snúa að viðhaldi hússins og að framkvæmdirnar gangi upp í leigu a.m.k. næstu 5 árin. Í framhaldinu verði farið yfir þær framkvæmdir sem farið hefur verið í, gildi starfseminnar fyrir sveitarfélagið og húsið og skoðað hvort rétt sé að meta stærri hluta framkvæmdinnar 2013 sem leigu. Íþrótta- og æskulýðsráð tekur fram að sveitarfélagið mun ekki endurgreiða Golfklúbbnum fjárhæðir komi til uppsagnar á leigusamningi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 54. fundur - 04.03.2014

Undir þessum lið kom á fund Íþrótta- og æskulýðsráðs fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars Gísli Bjarnason. Farið var yfir þær endurbætur sem golfklúbburinn hefur farið í á Víkurröst og mögulegan frádrátt félagins á leigu vegna þeirra framkvæmda samkvæmt gildandi samningi við félagið.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 4 greiddum atkvæðum að þær framkvæmdir sem Golfklúbburinn hefur lokið við gangi upp í leigugreiðslur út samningstímann. Jón Ingi Sveinsson greiddi atkvæði á móti. Ráðið ítrekar þó að golfklúbbnum ber að sinna minniháttar viðhaldi út samningstímann.