Sophirða í tölum 2011

Málsnúmer 201203004

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 223. fundur - 07.03.2012

Kynntar voru magntölur fyrir árið 2011. Þar koma fram skipting á magni á milli dreifbýlis og þéttbýlis og einnig hvernig flokkun úrgangs hefur gengið.
Sviðstjóra falið að ræða við verktaka sem sinna sorphirðu um þá niðurstöðu sem framlögð samantekt sýndi.

Umhverfisráð - 0. fundur - 13.06.2012

Til upplýsingar fyrir ráð eru birtar magntölur vegna sorphiðu fyrir tímabilið jan - apríl ásamt frekari gögnum um skiptingu á milli úrgangsflokka.
Umhverfisráð hefur rætt um þá samninga sem eru í gildi við verktaka sem sjá um sorphirðu. Það er vilji ráðsins að fara í enn frekari flokkun og felur bæjarstjóra og sviðstjóra að leggja fram á næsta fund ráðsins ný samningsdrög um sorphirðu í Dalvíkurbyggð.