Uppsögn safnstjóra á bóka- og héraðsskjalasafni - næstu skref

Málsnúmer 201202112

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 29. fundur - 08.03.2012

&&Með fundarboði fylgdi uppsagnarbréf frá Sigurlaugu Stefánsdóttur safnstjóra bóka- og héraðsskjalasafns.

 

Umræða varð um þau stöðugildi sem tilheyra menningarmálum og þær áherslur sem menningarráð vill sjá í starfi safnanna á næstu árum.

 

Menningarráð þakkar Sigurlaugu fyrir störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar.

 

Jafnframt felur menningarráð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að auglýsa eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi og hefja ráðningarferli í samvinnu við Capacent.

Menningarráð - 30. fundur - 04.04.2012

Á dögunum var starf safnstjóra við Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafn Svarfdæla auglýst laust til umsóknar og bárust sex umsóknir um starfið. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir ráðningaferlið en það var unnið í samstarfi við Capacent. Menningarráð leggur til að Laufey Eiríksdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur verði ráðin til starfa og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.