Upsir, breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 201202066

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 222. fundur - 15.02.2012

Til samræmingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð er nausynlegt að breyta notkunlit á þeim hluta deiliskipulagsins sem snýr að garðlöndum. Úr frístundasvæði í opin svæði til sérstakra nota.

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020. Um minniháttar breytingu er að ræað er tekur til þess að aðalskipulagið verði breytt til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðis fyrir frístundabyggð og garðlönd í landi Upsa. Í fyrri deiliskipulagstillögunni var allt svæðið skilgreint sem frístundabyggð en hluti þess er ætlaður undir smáhýsi og garðlönd. Landnotkun og réttarstaða allra aðila er skýrari ef garðlönd eru skilgreind á opnu svæði til sérstkra nota með heimildum fyrir minniháttar byggingar s.s. geymslur og aðstöðuhús. Ákvæði og stærðarmörk verða sett í deiliskipulagi.

Lagt er til að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga sem þýðir að eftir afgreiðslu bæjarstjórnar verður rökstudd breytingartillaga sem send til Skipulagsstofnun og síðan auglýst. Fallist Skipulagsstofnun á tillögu bæjarstjórnar skal hún staðfesta hana innan fjögurra vikna.

Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga um minniháttar breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til samþykktar.