Mótorkrossakstur á svæði Skíðafélags Dalvíkur

Málsnúmer 201202064

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 222. fundur - 15.02.2012

Mótorsportfélag Dalvíkur óskar eftir leyfi til aksturs á mótorkrosshjólum á skíðasvæði Dalvíkur. Fram kom í umsókninni að slíkur akstur yrði í góðu samstarfi og með leyfi Skíðafélagsins og þegar það væri ekki að nota skíðasvæðið fyrir sína starfssemi. Framangreind umsókn er tilkomin vegna heimildarákvæðis sem er í 9. gr. um Fólkvang í Böggvisstaðarfjalli nr. 265/2011, þar sem hægt er að frá reglum Fólksvangsins í undantekningartilvikum.
Þessi starfssemi sem sótt er um stríðir gegn hagsmunum og tilgangi Fólksvangsins að framansögðu hafnar umhverfisráð erindinu.