Skíðadalsvegur, rykmengun

Málsnúmer 201202031

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 222. fundur - 15.02.2012

Með rafbréfi frá 3. febrúar 2012 beinir Óskar Gunnarsson, Dæli, Skíðadal, því til umhverfisráðs að þegar Vegagerð ríkisins óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna Skíðadalsvegar verði gerð krafa um að bætt verði úr rykmengun við bæina Dæli og Másstaði, Skíðadal. Það kom fram í erindinum að ábúendur á framangreindum bæjum hafa ítrekað óskað úrbóta t.d. með því að ganga frá bundnu slitlagi einhveja hundruð metra af veginum hjá þessum bæjum enda liggur vegurinn um bæjarhlað þeirra.
Umhverfisráð beinir því til Vegagerðar ríksins að það verði við óskum ábúenda að Dæli og Másstöðum um framangreindar úrbætur samhliða framkvæmdum við Skíðadalsveg.