Samningur um frekari flokkun úrgangs

Málsnúmer 201202027

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 222. fundur - 15.02.2012

Miklar breytingar hafa verið gerðar á sorphirðu í Dalvíkurbyggð og hefur þar verið stefnt að aukinni flokkun á úrgangi. Nú eru tvær úrgangstunnur við hvert heimili auk dalls fyrir lífrænan úrgang sem fer í moltugerð. Nú er hugmyndinn að stíga enn eitt skref til frekari flokkunar á endurvinnanlegum úrgangi með því að setja einnig "dall" í endurvinnslutunnuna. Þetta úrræði mun lækka kostnað við flokkun á endurvinnanlegum úrgangi um 20% en á móti þyrfti Dalvíkurbyggð að fjárfesta í "dallinum"
Umræður urðu um úrgangsmál í sveitarfélaginu almennt og ákveðið að taka það upp aftur á næsta fundi ráðsins.