Skóladagatöl 2012-2013

Málsnúmer 201202005

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 163. fundur - 14.03.2012

&Gísli Bjarnason, skólastjóri grunnskólans og Kátakots kynnti tillögur sínar að skóladagatali Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og skóladagatali Kátakots.

 

&Í kjölfarið fór fram umræða um vetrarfrí grunnskólans og ákveðið var að spyrja út í viðhorf til vetrarfrís í næstu foreldrakönnun grunnskólans áður en farið verður í vinnu við skóladagatöl 2013-2014.

 

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots kynnti tillögur að sínu skóladagatali en skóladagatöl Krílakots og Kátakots eru samræmd.

 

Kaldo Kiis, skólastjóri tónlistarskólans kynnti tillögur að sínu skóladagatali. 

 

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri nýs skóla í Árskógi kynnti drög að sínu skóladagatali, í drögunum er miðað við skóladagatöl hinna skólanna en það felur þó í sér fleiri lokunardaga fyrir leikskólabörn en almennt hefur verið. Skóladagatalið er enn í vinnslu.

 

Fræðsluráð samþykkir skóladagatöl Dalvíkurskóla, Kátkots, Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Skóladagatal nýs skóla í Árskógi var til kynningar og felur fræðsluráð skólastjóra að vinna það áfram á sömu forsendum. 

Fræðsluráð - 165. fundur - 08.06.2012

&&Gunnþór Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla kynnti skóladagatal skólans og sagði frá starfsáætlun skólans í stuttu máli.

Umræður urðu um fyrirkomulag leikskóladeildar, það er lokun milli jóla og nýárs, vetrarfrí og greiðslur leikskólagjalda. Ennfemur urðu umræður um skóladagatöl almennt og hvaða upplýsingar þau þurfa að gefa. Fram kom að uppbrotsdagar eins og þemadagar ættu helst að vera merktir á skóladagatölum.

Vetrarfrí grunnskóla í Dalvíkurbyggð eru samræmd og eru á sama tíma og vetrarfrí í grunnskólum Akureyrar.   

 

Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið eins og það liggur fyrir en það felur í sér að engin kennsla fer fram í skólanum á milli jóla og nýárs og í vetrarfríi. Þessi samþykkt er til reynslu næsta skólaár og verður endurmetin út frá því hvernig þetta mælist fyrir og hvaða árangri þetta skilar skólanum. Fræðsluráð samþykkir jafnframt að veittur verði 3% afsláttur af leikskólagjöldum vegna færri opnunardaga.

Fræðsluráð - 167. fundur - 10.10.2012

Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskólans sagði frá breytingum á skóladagatali Tónlistarskólans. Færa þarf jólatónleika skólans í Bergi til 8. og 9. desember í stað 1. og 2. desember. Ástæðan er að tveir af kennurum skólans eru hljóðfæraleikarar í Sinfoníuhljómsveit Norðurlands og bókaðir þar á þessum tíma. 

 

Fræðsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali.