Önnur mál ÍÆ 2012

Málsnúmer 201201053

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 33. fundur - 07.02.2012

a) Íþrótta- og æskulýðsráð bauð Árna Jónsson, nýjan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa velkominn til starfa.

 

b) Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom fram með þá hugmynd að ráðið og embættismenn fari í kynnisferð í Skagafjörð til að skoða Hús frítímans.

 

Íþrótta- og æskulýðsráðs lýsir sig áhugasamt að fara í kynnisferð og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að koma með tillögu að dagsetningu.

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð - 34. fundur - 06.03.2012

a) Upplýst var um fjárhagslega bráðabirgðaniðurstöðu málaflokksins  fyrir árið 2011. b) Ferð ráðsins í Skagafjörð verður 29. mars og verður fundað jafnhliða því. c) Rætt um úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði en úthlutað verður einu sinni á ári frá og með þessu ári. d) Tekið var fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Dalvík/Reyni vegna meistaraflokks þar sem óskað er eftir að leikmenn fái að nýta ræktina í íþróttamiðstöð án endurgjalds. Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar beiðninni en minnir á að Dalvíkurbyggð veitir 40% afslátt til iðkenda íþróttafélaga sem stunda æfingar undir leiðsögn þjálfara. e) Upplýst var um stöðu á vinnu við deiliskipulagið á íþróttasvæðinu.