Deiliskipulag Ytra-Holti.

Málsnúmer 201201042

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 221. fundur - 01.02.2012

Umrædd deiliskipulagstillaga var auglýst í lögbirtingarblaðinu, Morgunblaðinu og tveimur bæjarblöðum auk þessa á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þar sem gögn um málið var opið öllum sem kynna vildu sér málið.
Umsagnir hafa borist frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Umhverfisstofnun. Í þeim eru ábendingar um ýmis atriði sem tekið hefur verið tillit til við gerð skipulagsins.

Umhverfisráð samþykkir að leggja það til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og staðfestingar.