Frá Flokkun Eyjafjarðar; Gjald Flokkunar fyrir árið 2012

Málsnúmer 201201019

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 221. fundur - 01.02.2012

Með bréfi sem dagsett er 6. janúar 2012 kemur fram að á fundi í stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf þann 20. desember 2011 ákvað hún að leggja þjónustugjald fyrir árið 2012,á sveitafélög innan Flokkunar, að fjárhæð kr.750 kr/íbúa. Helming af þjónustugjaldinu skildi innheimta strax í janúar og er fjárhæð þess m.VSK er kr. 922.425,-.
Umhverfisráð gerði ekki ráð fyrir þessu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir ári 2012, því þrátt fyrir fyrirspurnir um hugsanlega gjaldtöku sem þessa þá bárust engin svör. Umhverfisráð óskar því eftir aukafjárveitingu vegna þessa gjalds fyrir árið 2012 að fjárhæð kr. 1.844.850,-.