Gamla íþróttahúsið á Dalvík

Málsnúmer 201110107

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 30. fundur - 01.11.2011

Undir þessum lið komu á fundinn forsvarsmenn Golfklúbbsins Hamars þeir Sigurður Jörgen Óskarsson og Rögnvaldur Friðbjörnsson. Til umræðu var sá möguleiki að félagið kaupi eða geri langtímaleigusamning við Dalvíkurbyggð um gamla íþróttahúsið.
& 

Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra að skoða nánari útfærslur í samráði við bæjarstjóra.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 33. fundur - 07.02.2012

Gestir fundarins undir þess lið voru Guðmundur St. Jónsson forseti bæjarstjórnar, Kristján Hjartarson formaður bæjarráðs og Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri.

Góðar umræður urðu um verkaskiptingu á milli bæjarráðs/stjórnar og íþrótta- og æskulýðsráðs og hafa báðir aðilar vilja til meira samráðs.

Rætt var um gamla íþróttahúsið og afnot Golfklúbbsins Hamars en samningur þess efnis rennur út í vor svo og um aðgang Grjótglímufélagsins að húsnæðinu. 

Íþrótta- og æskulýðsráð felur bæjarstjóra, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fara í samningaviðræðum við Golfklúbbinn.

 

Gestirnir viku af fundi.