Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka;Ósk um þjónustusamning til þriggja ára.

Málsnúmer 201110053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 598. fundur - 20.10.2011

Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 6. október 2011, þar sem óskað er eftir því að gerður verði þjónustusamningur til þriggja ára á milli Dalvíkurbyggðar og Náttúruseturs á Húsabakka og að gert verði ráð fyrir honum við gerð fjárhagsáætlunar.Ofangreint erindi var tekið fyrir á fundi menningarráðs Dalvíkurbyggðar þann 13. október s.l. og óskaði menningarráð eftir því við bæjarráð að tekin verði stefnumiðuð ákvörðun um á hvern hátt sveitarfélagið ætlar að standa að setrinu og óskar eftir sameiginlegum fundi um þetta mikilvæga málefni. Afgreiðslu var því frestað.
Bæjarráð samþykkir að verða við beiðni menningarráðs um fund varðandi ofangreint mál.

Menningarráð - 28. fundur - 09.11.2011

Menningarráð vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.