Frá áhugamannahópi um klifurvegg á Dalvík; Klifurveggur.

Málsnúmer 201110039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 598. fundur - 20.10.2011

Á fundi íþrótta-og æskulýðsráðs þann 11. október 2011 var tekið fyrir erindi, dagsett þann 4. október 2011, frá hópi sem hyggst stofna klifurfélag á Dalvík þar sem farið er yfir hugmyndir um uppbyggingu á klifuraðstöðu í Víkurröst. Óskað er eftir að fá að nota húsnæðið í Víkurröst, þ.e. áhorfendapallana til að byggja upp klifurvegg. Einnig er óskað eftir kr. 600.000 framlagi frá Dalvíkurbyggð til innkaupa á timbri, krossvið og skrúfum en sótt hefur verið um styrki í aðra sjóði og verður öll vinna við uppbyggingu klifurveggjarins unnin í sjálfaboðavinnu.Íþrótta- og æskulýðsráði líst vel á hugmyndirnar en vísar styrkbeiðninni til umfjöllunar í bæjarráði að því gefnu að mögulegt verði að nota stigauppgönguna frá Frístund og upp í félagsmiðstöð fyrir klifurvegg.
Bæjarráð vísar ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 33. fundur - 07.02.2012

Með fundarboði fylgdu drög að samningum við Grjótglímufélagið, bæði samningur um styrkveitingu á árinu 2012 og afnotasamningur um húsnæði. Samningur um húsnæði þarf að taka mið af samningi við Golfklúbbinn Hamar, sbr. lið 1. Nokkur atriði þarfnast úrlausnar svo sem kostnaður við hita og rafmagn.

 

Íþrótta- og æskulýðsráðs heimilar Grjótglímufélaginu að hefja uppbyggingu á svæðinu og stefnir á að afgreiða samning á næsta fundi ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 34. fundur - 06.03.2012

Með fundarboði fylgdi samstarfssamningur við Grjótglímufélagið um uppbyggingu á klifuraðstöðu í Víkurröst. Grjótglímufélagið sér um alla uppbyggingu og hönnun á klifurvegg, fjáröflun og styrkumsóknir. Klifuraðstaðan verður í eigu Dalvíkurbyggðar sem gefur skóla, félagsmiðstöð, frístundaheimili og golfklúbb og íbúum möguleika á að nýta sér aðstöðuna. Grjótglímufélagið skuldbindur sig til að vera með opnun fyrir almenning a.m.k. 2 sinnum í mánuði yfir vetrartímann. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu