Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 15

Málsnúmer 1809014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið kom á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses Ágúst Hafseinsson frá Form ráðgjöf kl. 14:00.

    Á 14. fundi stjórnar þann 31. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fundinn Ágúst Hafsteinsson frá Form ráðgjöf, kl. 11:00.

    Á 13. fundi stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses þann 6. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fundinn Ágúst Hafsteinsson, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf., kl. 13:00. Á 12. fundi stjórnar þann 2.júlí s.l. voru til umfjöllunar upplýsingar er varðar val á byggingarefni og byggingarleiðum við Lokastíg 3. Ágústi var falið að vinna áfram að upplýsingaöflun hvað varðar val á byggingarefni, byggingarleiðum og verktökum og stilla upp samanburði á valkostum til að leggja fyrir stjórnina. Til umræðu ofangreint. Ágúst vék af fundi kl. 14:45. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar ehf. felur Ágústi að vinna áfram að málum og fá nánari útlistanir frá mögulegum verktökum. Berki Þór er falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum um efnisval. Guðrún Pálínu er falið að ítreka beiðni um upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. "


    Guðrún Pálína kynnti svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 09.07.2018, við fyrirspurnum frá stjórnarfundi, um innkaupa- og útboðsmál.

    Börkur Þór kynnti þær upplýsingar sem hann hefur aflað um efnisval.

    Ágúst kynnti samanburð á tilboðum frá Kötlu ehf. dagsett þann 24.08.2018 og Tréverki ehf. dagsett þann 24.08.2018.
    Til umræðu ofangreint.

    Ágúst vék af fundi kl. 12:09.

    Stjórn leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggja timbureiningahús og felur Ágústi að halda áfram með hönnun á byggingum og sækja um framkvæmdaleyfi til umhverfisráðs.

    Stjórnin samþykkir einnig samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi að afla nánari upplýsinga frá tilboðsgjöfum hvað varðar eftirfarandi:
    Mannafla
    Upplýsingar um framkvæmdatíma og afhendingu
    Yfirlýsingu um allar vottanir fyrir íslenska byggingareglugerð.
    Upplýsingar um framleiðanda timbureininga, drög að samningi á milli aðila og dæmi um sambærileg hús á Íslandi.

    Óskað er eftir að ofangreindar upplýsingar liggi fyrir eigi síðar en 14. september n.k."

    Ágúst gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hann hefur aflað á milli funda verðandi ofangreint.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 15 Samkvæmt ofangreindu eru fyrirliggjandi tvö tilboð frá 24. ágúst s.l.:
    Katla ehf. kr. 191.390.000 með vsk.
    Tréverk ehf. kr. 220.400.000 með vsk.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Katla ehf. á grundvelli tilboðs dagsettu þann 24. ágúst s.l. með fyrirvara um að forsendur tilboðsins standist og að tilboðsgjafi sé í skilum samkvæmt lögum um opinber innkaup. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ráðgjöf að ganga til samningagerðar við Kötlu ehf. og samningur verður svo til umfjöllunar og afgreiðslu í stjórn.