Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868, frá 24.05.2018

Málsnúmer 1805013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 304. fundur - 11.06.2018

Til afgreiðslu:
1. liður; sér liður á dagskrá.
2. liður.
4. liður; sér liður á dagskrá.
6. liður.
8. liður a). 8. liður b) sér liður á dagskrá.
10. liður.
11. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 8:15.

    Á 849. fundi byggðaráðs þann 14. desember 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Eimskips Íslands ehf., kt. 421104-3520, þar sem vísað er til fyrra samkomulags frá 14. júlí 2016 til útskýringar á þessu samkomulagi. Um er að ræða samkomulag vegna úthlutun á lóðum nr. 3 og nr. 5 við Sjávarbraut í stað lóðar nr. 7 við Sjávarbraut, sbr. fyrra samkomulag. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag við Eimskip Íslands ehf. eins og það liggur fyrir."

    Á 299. fundi sveitarstjórnar þann 16. janúar s.l. var ofangreind afgreiðsla byggðaráðs staðfest.

    Samkvæmt ofangreindu samkomulagi er gert ráð fyrir að sveitarfélagið skili Eimskip malbikaðri lóð og með rafmagnstenglum. Fyrir liggur beiðni frá Eimskip um að sveitarfélagið sjái um framkvæmdina og að ekki verði beðið með hana.

    Tekin fyrir beiðni frá sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs um viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 12.000.000 við deild 09290, lykil 4620.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 08:41.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 12.000.000 við deild 09290, lykill 4620. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson fundinn.

    Á 865. fundi byggðaráðs þann 26. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ. Þóroddssyni, rafbréf dagsett þann 21. apríl 2018, þar sem Ragnar fer þess á leit við Dalvíkurbyggð að fá lánað/ leigt Gamla skólahúsið við Skíðabraut undir heildaryfirlitssýningu á verkum JSBrimars "Demöntum Dalvíkur", frá 1. júní 2018 og fram í miðjan ágúst 2018. Sýningin yrði opnuð á afmælisdegi Brimars þann 13. júní. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera drög að leigusamningi um ofangreint í samræmi við umræður á fundinum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi á milli Ragnars Þ. Þóroddsonar og Dalvíkurbyggðar um leigu á fasteigninni við Skíðabraut 12, fastanúmer 215-5188. Leigutími er frá og með 1. júní 2018 og til og með 15. ágúst 2018. Innifalið í leigugjaldi, sem er kr. 0, er rafmagn, heitt vatn, tryggingar og fasteignagjöld. Trygging á sýningarmunum og öðrum munum á vegum leigutaka er á ábyrgð leigutaka.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að leigusamningi með áorðnum breytingum sem ræddar voru á fundinum, s.s. að leigutaki sjái um þrif á leigutíma. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 9:00. Börkur Þór sat fundinn áfram.

    Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
    "c) Byggðaráð óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúi komi með tillögu að merkingum á Víkurröst í samráði við leigjendur í húsinu. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi hugmynd að skilti fyrir Víkurröst ásamt verði.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur vék af fundi kl. 09:30.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu og fá endanlegar tillögur að skiltum ásamt verðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Margrét Víkingsdóttir sat fundinn áfram undir þessu máli.

    Á 34. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:
    "Á 33. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað: ,,Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð. Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum. Upplýsingafulltrúi kynnir fyrir ráðinu þau tilboð sem bárust vegna gerðar kynningarmyndbands. Upplýsingafulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu." Til umræðu. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun upp á 1.000.000 vegna þessa verkefnis. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Hype í samræmi við umræður á fundinum. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun, dagsett þann 11. maí 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við deild 21500 og lykil 4915.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 1.000.000 við deild 21500, mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Margrét Víkingsdóttir sat fund byggðaráðs undir þessum lið.

    Tekið fyrir samantekt upplýsingafulltrúa á auglýsingakostnaði sundurliðað niður á árin 2014 - 2018.

    Á tímabilinu 2014-2017 og það sem af er árs er upphæðin sem gjaldfærð er á lykil 4915, auglýsingar og kynningarmál, um 21,2 m.kr. Af þessari fjárhæð fer 19,32% til heimamiðlana DB blaðið (12,11%) og Norðurslóðar (7,21%).

    Til umræðu ofangreint.

    Margrét vék af fundi kl. 09:45.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kom inn á fundinn kl. 09:45.
    Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 09:45 vegna vanhæfis.

    Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:

    "Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar í Svarfaðardal. Gert er ráð fyrir að leigutímanum ljúki miðað við dagsetninguna 1. maí s.l. og að Dalvíkurbyggð greiðir Stórvali ehf. kr. 1.700.000 vegna vinnu og efnis við uppsetningu á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæðinu á Rimum. Búnaðurinn verði þá eign Dalvíkurbyggðar.

    Til umræðu ofangreint.
    a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Stórval ehf. um lok á leigusamningi um félagsheimilið Rimar og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki nr. 11/2018, að upphæð kr. 1.700.000 við deild 31220 og lykil 4610 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að leita samninga við rekstraraðila Húsabakka, Bakkabjörg ehf., tímabundið eða lengst til og með 31.12.2018 um rekstur og umsjón með félagsheimilinu Rimum og tjaldsvæði. Samningsdrögin komi fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

    Reksturinn á félagsheimilunu Rimum og tjaldsvæði verði boðinn út í haust með góðum fyrirvara. "

    Ofangreindar afgreiðslu byggðaráðs voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2018.

    Fram kom á fundinum að fyrir liggur að forsvarsmenn Bakkabjargar ehf. fallast ekki á þau samningsdrög sem fyrir liggja hvað varðar samningstíma og leigufjárhæð.

    Hlynur vék af fundi kl. 09:58.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að bjóða Bakkabjörg ehf. að leiga Rima ásamt tjaldsvæði tímabundið tímabilið frá og með 1. júní til 1. október 2018 og að leiguverðið verði kr. 65.000 per mánuð með öllum gjöldum, þ.e. hita, rafmagni, tryggingum, o.s.frv. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 09:59.


    Á 17. fundi ungmennaráðs þann 25. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Ungmennaráð hefur unnið drög að nýju erindisbréfi og vísar því til samþykktar sveitarstjórnar. Í drögunum er gert ráð fyrir að fundir ungmennaráðs fjölgi úr 5 í allt að 12 á ári og er um leið er óskað eftir auknu fjármagni til að geta fundað samkvæmt nýju erindisbréfi. Aðrar helstu breytingar eru á skipan ráðsins, en erindsbréfið hefur ekki verið endurskoðað frá því að ungmennaráð var stofnað árið 2014."

    Á 303. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Til máls tóku: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar um að vísa þessum lið til byggðaráðs."

    Samkvæmt V. kafla, 11. gr. Æskulýðslaga frá 2007 eiga sveitarstjórnir að hlutast til um að stofnað sé ungmennaráð. Hlutverk þess er m.a. að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindisbréfi Ungmennaráðs með endurskoðun á erindisbréfum í heild sinni.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa beiðni um viðauka vegna fjölgunar á fundum Ungmennaráðs til gerðar fjárhagsáætlunar 2019-2022.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá ferðanefnd Félags eldri borgara, móttekið þann 15.02.2018, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna ferðar til Austurlands í 3 daga. Áætlaður lágmarkskostnaður per mann með rútu er kr. 45.000. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð getur því miður ekki orðið við erindinu. "

    Á 301. fundi sveitarstjórnar þann 20. mars 2018 var ofangreind afgreiðsla byggðaráðs staðfest.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi nýtt erindi frá ferðanefnd Félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 21. maí 2018, þar sem fram kemur að 18. júní n.k. ætla félagar í Félagi eldri borgara að fara í skemmtiferð austur á Hérað og gista í Svartaskógi, þaðan ætla þau að ferðast um austurland. Til þess að gera þetta fjárhagslega auðveldara, fyrir félagsmenn þurfum við að niðurgreiða ferðina. Því er óskað eftir ferðastyrk að upphæð kr. 50.000 - kr. 100.000.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 100.000.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 100.000, viðauki nr. 14 við fjárhagsáætlun 2018, deild 02400 og lykill 9145 , mætt með lækkun á handbæru fé.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar a) lið, b) liðurinn er sérliður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 9. maí 2018 þar sem fram kemur að aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 8. júní kl. 15.30 á Hótel Sögu, í fundarsalnum Esju. Samkvæmt skipulagsskrá eiga samtök, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu sjóðnum til fé fyrir árslok 1992, rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið. Dalvíkurbyggð hefur þennan rétt en átti ekki fulltrúa á síðasta fundi. Tilnefningar fyrir aðalfundinn 2018 þurfa að berast framkvæmdastjóra í tölvupósti eigi síðar en 28. maí nk. ásamt netfangi þess sem tilnefndur er.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett þann 9. maí 2018, þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 30. maí n.k. kl. 15:00 í Reykjavík. Meðfylgjandi er einnig rafpóstur frá 22. maí 2018 þar sem hjálagður er ársreikningur félagsins fyrir árið 2017, tillögur sem lagðar verða fram á fundinum auk núgildandi samþykkta félagsins.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns að sækja fundinn ef hún hefur tök á og til vara sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu.
  • Tekið fyrir bréf frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 16. maí 2018, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 30. maí 2018 kl. 17:00. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðulista bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2018 fyrir tímabilið janúar-apríl. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 868 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.