Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4, frá 09.02.2018

Málsnúmer 1802008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til kynningar.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið komu á fund félagsins Ágúst Hafsteinsson, frá Form ráðgjöf ehf., og Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs.

    Á 3. fundi stjórnar þann 2. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Á áætlun er að byggja 7 íbúðir fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Samkvæmt bréfi frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 26. september 2017, liggur fyrir samþykki á stofnframlagi að upphæð kr. 56.410.248 til að byggja alls 7 íbúða búsetukjarna fyrir fatlaða. Til umræðu fyrstu skref hvað varðar m.a. hönnun á húsnæðinu.
    Lagt fram til kynningar."

    Til umræðu ofangreint.

    Ágúst vék af fundi kl. 12:09.

    Eyrún vék af fundi kl. 12:19.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Berki Þór falið að afla upplýsinga á milli funda í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201802030 Lög um opinber innkaup og húsnæðissjálfseignarstofnanir
    Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum þá eiga lög um opinber innkaup við um húsnæðissjálfseignastofnanir. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201802028 Starfsreglur skv. 8. gr. samþykkta og ákvæðum til bráðabirgða
    Samkvæmt 8. gr. Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá á fulltrúaráð í samvinnu við stjórn að setja starfsrelgur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa stjórnar. Fram til þess tíma er fulltrúaráð hefur verið skipað skal stjórn stofnunarinnar fara með þau verkefni sem fulltrúaráði eru falin í samþykktum þessum.

    Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um starfsreglur hses félaga.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Framkvæmdastjóra falið að afla nánari upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Velferðarráðuneytinu og Íbúðalánasjóði. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .4 201802029 Þóknun framkvæmdastjóra skv. 9. gr samþykkta og þóknun stjórnar skv. 6. gr. samþykkta.
    a) Samkvæmt 9. gr Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá ræður stjórn stofnunarinnar framkvæmdastjóra, ákveður starfskjör hans og veitir honum prókúruumboð fyrir stofnunina.

    Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um starfskjör framkvæmdastjóra hses félaga.

    b) Samkvæmt 6. gr. Samþykkta um Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses þá skal á ársfundi ákveða þóknun til stjórnarmanna.

    Formaður gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda um þóknanir til stjórna hses félaga.

    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .5 201711099 Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses - stofnun
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samskiptum við Íbúðalánasjóð varðandi samning um stofnframlag. Hægt er nú að gera slíkan samning, og er hann í vinnslu hjá Íbúðalánasjóði, þar sem búið er að stofna félagið og komið er landnúmer fyrir lóðina þar sem íbúðirnar eiga að rísa. Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 4 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar í fundargerðinni, er hún því lögð fram til kynningar.