Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855, frá 08.02.2018

Málsnúmer 1802006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til afgreiðslu:
6. liður a)
6. liður b) sér liður á dagskrá.
10. liður.
 • .1 201705060 Leigusamningur Rimar
  Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.

  Á 822. fundi byggðaráðs þann 18. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
  "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 821. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2017 var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum." Hlynur fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum á milli funda.
  Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með fyrirvara um að frekari breytingar verði gerðar á drögunum."

  Hlynur gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar ofangreindan leigusamning á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 1. júní 2017. Samningstíminn er til 1. september 2027.

  Hlynur vék af fundi kl. 13:24.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:25.

  Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "b) Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, ráðning í starf í stað yfirhafnavarðar. Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:27. Fyrir liggur að yfirhafnavörður mun láta af störfum í enda febrúar 2018. Til umræðu ráðning starfsmanns Hafnasjóðs Dalvíkurbyggð í stað yfirhafnavarðar. Þorsteinn gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:55.
  Lagt fram til kynningar."

  Á 71. fundi veitu- og hafnaráðs þann 17. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Starfsmannamál.
  201801046

  Breytingar eru fyrirsjáanlegar á hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar, Gunnþór E. Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður, mun láta af störfum 1. mars n.k. vegna aldurs því er brýnt að skoða starfmannamál Hafnasjóðs. Á síðasta fundi ráðsins ræddi sviðsstjóri þessi mál og fól ráðið honum að koma með tillögu næsta fund ráðsins.
  Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá á næsta fund ráðsins tillögu að starfslýsingum og skipurit starfsmanna Hafnasjóðs."

  Þorsteinn gerði grein fyrir í hvaða farvegi ofangreint mál er.

  Þorsteinn vék af fundi kl. 13:45.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:45.

  Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framvindu málsins milli funda byggðaráðs.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram."

  Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 5. febrúar 2017, fyrir hönd Guðraðar Ágústsonar og Freydísar Dönu Sigurðardóttur þar sem fram koma tillögur þeirra í tengslum við ef hesthús verði reist á annarri lóð en þau upprunalegu ætluðu.

  Til umræðu ofangreint.

  Börkur vék af fundi kl. 13:59.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Samkvæmt 130. gr sveitarstjórnarlaga, XIV. kafla. þá segir eftirfarandi um Málstefnu:
  "Sveitarstjórn mótar sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins. Enn fremur skal koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal þar setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku.
  Mál það sem er notað í starfsemi sveitarfélags eða á vegum þess skal vera vandað, einfalt og skýrt. "

  Til umræðu skipun vinnuhóps við gerð málstefnu fyrir Dalvíkurbyggð.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum í 3 manna vinnuhóp sem hér segir:
  1 frá grunnskóla
  1 frá leikskóla
  1 frá félagsmálasviði
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
  "Til upplýsingar: a) Sveitarfélagið hefur fengið sent gögn sem eru forsendur að uppgjörinu. b) Hlutdeild Dalvikurbyggðar í uppgjöri vegna Hafnasamlag Eyjafjarðar, er 63,49% eða kr. 506.081. c) Sótt hefur verið um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga."

  Upplýst var á fundinum að Lánasjóður sveitarfélaga hefur boðið skammtímalán til að brúa bilið til að hægt sé að standa skil á greiðslum í síðasta lagi 15. febrúar n.k. þar til langtímafjármögnun liggur fyrir. Dalvíkurbyggð ætlar að þiggja boð sjóðsins um brúarlán.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á 853. fundi byggðaráðs þann 25. janúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:

  "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að ganga frá samningi við Bjórböðin ehf. Heildarupphæð þriggja ára samnings er kr. 7.755.971. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að vísa samningsdrögunum og afgreiðslunni til byggðaráðs.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu atvinnumála- og kynningarráðs og felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu."

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög til umfjöllunar og afgreiðslu á milli Dalvíkurbyggðar og Bjórböðin ehf. sem er hvatasamningur til 3ja ára og heildar styrkfjárhæðin er kr. 7.755.971, fyrst kr. 4.123.600 árið 2018.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2018, viðauki 2/2018, að upphæð kr. 4.123.600 á deild 13810, lykill 9145. Viðaukanum mætt með lækkun á handbæru fé.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi samning við Bjórböðin ehf um hvatagreiðslur. Liður b) er sér liður á dagskrá.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðulista bókhalds í samburði við gildandi fjárhagsáætlun 2017, janúar - desember. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun, dagsett þann 24. janúar 2018 en móttekið 29. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun framkvæmdar AkvaFuture um 20.000 tonna laxeldi í lokuðum eldiskvíum í Eyjafirði. Óskað er eftir umsögn fyrir 12. febrúar n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 2. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþings þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærsla (borgaralaun), 9. mál.
  Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 2. mars n.k.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir dreifibréf frá Ragnari Þ. Þóroddsyni, ódagsett en móttekið þann 5. febrúar 2018, þar sem gefinn er sá kostur að nafn og lógó fyrirtækis/stofnunar/sveitarfélags verði ritað á "Tablula Gratulatioria" blaðsíðu í bók um Brimar "Demanta Dalvíkur" sem kemur út um mitt árið 2018 til heiðurs hans arfleiðar. Gert er ráð fyrir að lágmarki kr. 50.000 sem endurgjald. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 855 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlag að upphæð kr. 100.000, vísað á lið 21010-4915. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnst ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnst afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.