Atvinnumála- og kynningarráð - 31, frá 07.02.2018

Málsnúmer 1802004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

  • Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17.01.2018 var meðal annars bóka:

    ,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að leggja það til við sveitarstjórn að reglur til frumkvöðla og fyrirtækja, og þar af leiðandi styrkir samkvæmt þeim reglum, verði lagðar niður.

    Í endurskoðunarferli þessara reglna hefur ráðið aflað sér upplýsinga og gagna sem hafa varpað ljósi á ýmsa annmarka varðandi framkvæmd núgildandi reglna og því hefur ráðið komist að áðurnefndri niðurstöðu."


    Á 853. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 25.01.2018 var meðal annars bókað:

    ,,Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að reglurnar verði lagðar niður í núverandi mynd og að upplýsingafulltrúa sé falið að móta tillögur að stuðningi við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð í samræmi við umræður á fundinum."

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Freyr Antonsson, formaður, leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Atvinnumála- og kynningarráð óskar eftir því að ráðið komi að og móti tillögur í samvinnu við byggðaráð um stuðning við frumkvöðla í Dalvíkurbyggð.

    Ofangreind tillaga var borin upp til afgreiðslu og felld með þremur atkvæðum. Freyr greiðir atkvæði með tillögunni og Jón Steingrímur situr hjá þar sem hann var ekki viðstaddur síðasta fund og tók ekki þátt í þeim umræðum og telur sig því ekki nægilega upplýstan um málið.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201709015 Fyrirtækjaþing 2018
    Á 30. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 17.01.2018 var meðal annars bókað:

    ,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að umfjöllunarefni á fyrirtækjaþingi verði markaðssetning.

    Ráðið stefnir að því að fyrirtækjaþingið verði haldið miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00.

    Upplýsingafulltrúa er falið að vinna að dagskrá og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess."

    Upplýsingafulltrúi kynnti hugmynd að dagskrá þingsins.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Atvinnumála- og kynningarráð líst vel á þær tillögur sem hafa komið fram og felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Síðastliðin 2 ár hefur verið unnið að gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð en meðal annars hefur verið fjallað um hana í atvinnumála- og kynningarráði, umhverfisráði og veitu- og hafnaráði.

    Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu málsins.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi:

    Gerð atvinnumálastefnu komst á dagskrá í maí 2014, fyrst í atvinnumálanefnd og síðan í atvinnumála- og kynningarráði. Í nóvember 2015 komu upp hugmyndir um að Dalvíkurbyggð myndi setja sér auðlindastefnu og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að sameina þessar tvær stefnur og móta atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar.

    Á 759. fundi sínum þann 19. nóvember 2015 samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar samhljóða með 3 atkvæðum að fela atvinnumála- og kynningaráði að halda utan um ofangreinda vinnu, í samvinnu við önnur fagsvið og fagráð. Byggðaráð lagði einnig til að starfsmenn ráðanna, ásamt sveitarstjóra, myndi vinnuhópinn og vinnan við stefnurnar verði til umfjöllunar í fagráðunum. Þessi tilhögun var svo samþykkt á 274. fundi sveitarstjórnar þann 24. nóvember 2015.

    Atvinnuhluti stefnunnar er á lokastigum og áætlað er að ljúka honum í lok apríl 2018. Vinna við auðlindahluta stefnunnar er stutt á veg kominn og því óskar atvinnumála- og kynningarráð eftir því að veitu- og hafnaráð og umhverfisráð taki málið upp og taki afstöðu til þess hvort, og þá með hvað hætti, þau vilji koma að málinu.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Dalvíkurbyggð á 20 ára afmæli á þessu ári en árið 1998 var sveitarfélagið sameinað úr þremur sveitarfélögum: Árskógshreppi, Svarfðardalshreppi og Dalvíkurbæ. Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Upplýsingafulltrúa falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir tölvupóstur, sendur 24. janúar 2018, frá Snæþóri Arnþórssyni fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur. Í bréfinu óskar Skíðafélagið eftir aðkomu sveitarfélagsins að sameiginlegum markaðspakka til þess að auglýsa sveitarfélgið. Óskar Skíðafélagið eftir því að sveitarfélagið hafi frumkvæði að sameiginlegu átaki allra ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu með því að ráða markaðsstofu að verkefninu.

    Til umræðu ofangreint.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Snæþóri fyrir innsent erindi.
    Nú þegar er Dalvíkurbyggð þátttakandi í ýmsum verkefnum er snúa að markaðssetningu svo sem Markaðsstofu Norðurlands og vefnum visittrollaskagi.is. Eins hefur sveitarfélagið tekið þátt í sameiginlegum auglýsingum með ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu. Þá greiðir sveitarfélagið fyrir auglýsingar í ýmsum ferðaþjónustubæklingum svo sem Á ferð um Ísland, Vegahandbókinni og Áningu.

    Framundan er vinna við gerð kynningarmyndbands um sveitarfélagið, í samstarfi við fjölmarga aðila, sem og að 28. febrúar næstkomandi verður haldið fyrirtækjaþing um markaðssetningu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Í starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir því að gera kynningarmyndband um Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 31 Upplýsingafulltrúa er falið að útfæra nánar grunn fyrir kynningarmyndbandið ásamt því að leita tilboða hjá auglýsingastofum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.