Félagsmálaráð - 215, frá 08.02.2018

Málsnúmer 1802003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

 • .1 201802026 Trúnaðarmál
  Trúnaðarmál - 201802026 Félagsmálaráð - 215 Bókað í trúnaðarmálabók
 • .2 201711034 Trúnaðarmál
  Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri vék af fundi kl 10:04

  Trúnaðarmál 201711034

  Eyrún Rafnsdóttir félagsmálastjóri kom á fund kl: 11.38
  Félagsmálaráð - 215
 • Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir landsins til að ræða leiðir gegn kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum og á vinnustöðum sveitarfélaga. Var á stjórnarfundinum einnig bent á nauðsyn þess að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu. Voru þau sveitarfélög sem ekki hafa gert slíkt, hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins. Félagsmálaráð - 215 Frestað til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið var fyrir erindi dags. 31. janúar 2018 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál Félagsmálaráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 12.01.2018 þar sem vakin er athygli á breytingu á reglugerð nr. 1197/2017 um húsnæðisbætur með síðari breytingum. Félagsmálaráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • .6 201801124 Hagstofuskýrsla 2017
  Tekin var fyrir hagstofuskýrsla fyrir árið 2017. Þar er farið yfir fjölda starfandi dagmæðra á árinu, ýmsar upplýsingar um heimilisþjónustu og fjárhagsaðstoð sem veitt var í Dalvíkurbyggð árið 2017. Félagsmálaráð - 215 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram fyrstu drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Dalvíkurbyggð. Leiðbeinandi reglur höfðu borist frá Velferðarráðuneytinu í lok október 2017 og var erindið tekið fyrir í félagsmálaráði 10. október 2017. Félagsmálaráð - 215 Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna drög að reglunum og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitastjórnar. Er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.