Umhverfisráð - 301, frá 02.02.2018.

Málsnúmer 1801015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til afgreiðslu:
5. liður.
8. liður.
Liðir 6 og 7 sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu endurskoðun á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð leggur til breytingar á viðmiðunarreglum snjómoksturs í Svarfaðar- og Skíðadal sem auglýstar verða á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 19. janúar 2018 vegna umsagnarréttar við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi skv. lögum nr 85/2007 Umhverfisráð - 301 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla.
    Undir þessum lið koma á fundinn Hjörleifur Hjartarsson kl.09:00
    Umhverfisráð - 301 Hjörleifur vék af fundli kl. 09:33

    Umhverfisráð þakkar Hjörleifi fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umsjónasamningur um Friðland Svarfdæla verði undirritaður sem fyrst, með þeim breytingum sem ráðið leggur til.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 31. janúar 2018 óskar Kristján E. Hjartarson eftir byggingarleyfi fyrir hönd eiganda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík. Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla samþykkis meðeiganda ásamt drögum að nýjum eignaskiptasamningi. Ráðið felur sviðsstjóra að grendarkynna þær breytingar sem óskað er eftir áður en byggingarleyfi er gefið út.

    Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt eftirfarandi aðilum:
    Ráðhús Dalvíkur
    Menningarhúsið Berg
    Goðabraut 4
    Hafnarbraut ( Reitir)
    Hafnarbraut 2a, 2b og 4
    Sognstún 2 og 4


    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Til máls tók:
    Kristján E. Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:36.
  • Með innsendu erindi dags. 31.janúar 2018 óska Kristján E. Hjartarson eftir byggingarleyf fyrir hönd eigenda Hólavegar 5, Dalvík. Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrir um jákvæðar undirtektir í grendarkynningu.
    Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt eftirfarandi aðilum:
    Ásvegi 2 og 4
    Hólavegi 3 og 7
    Svarfaðabraut 2

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar
    Til máls tók:
    Kristján E. Hjartarson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:36.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Kristján E. Hjartarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta. Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir lýsinguna og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 30. nóvember 2017 með athugasemdafresti til 12. janúar 2018. Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum á auglýsingatíma, þar af var ein þeirra í formi undirskriftalista frá íbúum Túnahverfisins.
    Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
    Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð samþykkir deiliskipulagsgögnin sem eru í formi greinagerðar, skipulagsuppdráttar og ásamt húsakönnun og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Á 299. fundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

    "Deiliskipulag svæðisins er enn í gildi samkvæmt staðfestingu Skipulagsstofnunnar fyrir 6 árum. Á undanförnum árum hafa borist fyrirspurnir um svæðið til viðbótar við fyrri umsóknir. Sveitarstjórn telur því rétt að fela umhverfisráði og sviðsstjóra umhverfissviðs að taka upp deiliskipulag í landi Upsa í heild sinni, endurskoða Svæði A (Frístundabyggð) í þeirri mynd sem það var kynnt fyrir íbúakosningu árið 2012. Sveitarstjórn leggur því jafnframt til að Upsasvæðið í heild sinni verði tekið til endurskoðunar enda eru forsendur varðandi aðgengi og annað við Upsasvæði breyttar frá því sem var fyrir 6 árum.
    Umhverfisráð - 301 Umhverfisráð leggur áherslu á að endurskipuleggja þurfi svæðið í heild sinni.Þar sem ekki er gert ráð fyrir endurskoðun deiliskipulags í landi Upsa á fjárhagsáætlun 2018 leggur umhverfisráð til að gert verði ráð fyrir endurskoðun skipulagsins í heild sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Kristján E. Hjartarson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:36.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs, Kristján E. Hjartarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu í sveitarstjórn eru því lagðir fram til kynningar.