Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854, frá 01.02.2018

Málsnúmer 1801014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til afgreiðslu:
4. liður
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. jan,úar 2018 þar sem fram kemur að þann 1. mars n.k. mun Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra breyta verklagi sínu við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi, en þær breytingar varða nánar til tekið samskipti leyfisveitanda við umsagnaraðila. Eldra verklag verður lagt niður og umsóknir um rekstrarleyfi afgreiddar að liðnum 45 daga frestinum, óháð því hvort umsögnum hefur verið skilað eður ei, nema að umsagnaraðilar óski sérstaklega eftir fresti við leyfisveitanda, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Leyfisveitandi mun því framvegis ekki ganga á eftir svörum umsagnaraðila, eins og gert hefur verið, heldur afgreiða umsóknina á grundvelli fyrirliggjandi gagna og í samræmi við sett lög.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að og sem starfað er eftir í dag, sem og afritum af umræddum samningum. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Er þess óskað að uppýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og úrvinnslu í framkvæmdastjórn. Málið kæmi síðan aftur fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 806. fundi byggðaráðs þann 21. desember 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. desember, þar sem m.a. kemur fram að starfshópur um skoðun á skráningum upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi hefur lokið störfum en hópurinn var stofnaður hinn 3. nóvember 2015 í kjölfar álits Persónuverndar í máli nr. 2015/1203. Sveitarfélög eru hvött til að hefjast þegar handa við að aðlaga framkvæmd við skráningu og meðferð persónuupplýsinga í grunnskólum i samræmi við tillögur starfshópsins. Einnig kemur fram að á árinu 2018 er áætlað að ný persónuverndarlöggjöf taki gildi á Íslandi þegar ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd leysir af hólmi núgildandi löggöf. Þar sem sveitarfélög vinna með persónuupplýsingar hvetur Sambandið öll sveitarfélög til þess að hefja undirbúning vegna gildistöku laganna nú þegar. M.a er gert ráð fyrir að allar opinberar stofnanir hafi sérstakan persónuverndarfulltrúa.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fræðsluráðs og UT-teymis."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi ofangreint verkefni, skref fyrir skref.

    Upplýst var á fundinum í hvaða farvegi vinnu Dalvíkurbyggðar er hvað varðar undirbúning fyrir nýja persónuverndarlöggjöf.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 94. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var samþykkt tillaga með 4 atkvæðum af 5 að gert verði ráð fyrir uppbyggingu á gervigrasvelli á íþróttasvæði UMFS í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára.

    Í samþykktri fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 er gert ráð fyrir á málaflokki 32 framlagi Dalvíkurbyggðar í uppbyggingu á heilum gervigrasvelli, alls 170 m.kr. - 40 m.kr. árið 2018 og 130 m.kr. árið 2019.

    Þann 24. janúar s.l. var fundur með forsvarmönnum UMFS, Kristjáni Ólafssyni og Birni Friðþjófssyni, en fundinn sátu sveitarstjóri og sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs, veitu- og hafnasviðs, fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs. Ákveðið var að leggja til myndun stýrihóps um verkefnið.

    Eftirfarandi tillaga er um fulltrúa Dalvíkurbyggðar í hópnum:
    Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
    Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
    Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

    Eftirfarandi tillaga hefur borist frá stjórn UMFS um fulltrúa félagsins í hópnum:
    Kristján Ólafsson
    Björn Friðþjófsson
    Jónína Guðrún Jónsdótir

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að fulltrúum í stýrishópinn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um fulltrúa Dalvíkurbyggðar í stýrihópnum.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 13:25.

    Til umræðu skipulag og framkvæmd á fyrirliggjandi framkvæmdum og viðhaldsverkefnum Eignasjóðs samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun 2018.

    Viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2018 nemur alls kr. 45.747.000.
    Framkvæmdir og fjárfestingar Eignasjóðs 2018 á vegum umhverfis- og tæknisviðs og stjórnar Eignasjóðs, sem er byggðaráð, nemur alls kr. 134.200.000. Einnig er gert ráð fyrir á áætlun kr. 3.157.000 í ýmis skilti og merkingar á árinu 2018.

    Börkur og Ingvar viku af fundi kl. 13.57.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 841. fundi byggðaráðs þann 19. október 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fundi byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara, kl. 13:00. Samkvæmt samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Félags eldri borgara, frá 23. mars 2017, þá var stofnaður samráðsvettgangur þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 2 fundum á ári með byggðaráði og sviðsstjóra félagsmálasviðs. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara. Fyrri fundur ársins fór fram 30. mars 2017. Farið yfir punkta frá eldri borgurum um áherslur og ábendingar. Ákveðið að byggðarráð fari á fund eldri borgara í janúar. Kolbrún, Elín Rósa og Þorgerður viku af fundi kl. 13:43.
    Lagt fram til kynningar."

    Kl. 14:00 fór byggðaráð í heimsókn til Félags eldri borgara í Mímisbrunn ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 854 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.