Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852, frá 18.01.2018

Málsnúmer 1801010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

Til afgreiðslu:
2. liður
3. liður
4. liður.
 • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Júlíus Baldursson og Herbert Hjálmarsson, kl. 13:00.

  Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir. Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað. Samþykkt með 5 atkvæðum. " Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar. Til umræðu ofangreint.
  Afgreiðslu frestað."

  Til umræðu ofangreint.

  Júlíus og Herbert viku af fundi kl. 13:28.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsingar á milli funda. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:30.

  Á 851. fundi byggðaráðs þann 11. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
  "Formaður byggðaráðs vék af fundi undir þessum lið sem formaður og kom inn á fundinn sem skólastjóri Árskógarskóla kl. 14:25. Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn undir þessum lið. Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kl. 14:25. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Júlíönu Kristjánsdóttur,Ísaki Einarssyni, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni, dagsett þann 6. janúar 2018, þar sem þau fjalla um skort á leikskólaplássum í Dalvíkurbyggð þegar fæðingarorlofi lýkur. Til umræðu ofangreint. Hlynur, Guðrún Halldóra og Gunnþór viku af fundi kl. 15:10.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs skili byggðaráði á næsta fundi greinargerð um viðbrögð við því sem rætt var á fundinum".

  Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 17. janúar 2018.

  Fram kemur að það er mat skólastjórnenda að miðað við stöðu á starfsmannamálum eins og staðan er þá sé ekki hægt að bæta við fleiri börnum. Að því sögðu er lagt til að skoðað verði hvort og þá með hvaða hætti hægt verði að fjölga börnum þegar niðurstaða um stöðu starfsmannamála liggur fyrir og aðgerðir til úrbóta.

  Lagt er til að fengin verði aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga til að taka út núverandi stöðu starfsmannamála og koma með tillögur að úrbótum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs hefur rætt við Vinnuvernd ehf.

  Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018, deild 04140, að upphæð kr. 1.484.000 til að mæta kostnaði við úttekt á starfsmannamálum Krílakots.

  Hlynur vék af fundi kl. 14:03
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04140, kr. 1.484.000, viðauki 1/2018. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka við fjárhagsáætlun deildar 04140,allt að kr. 1.484.000, viðauki 1/2018 og mætt með lækkun á handbæru fé.
 • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 9. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þorrablótsnefndar um tímabundið tækifærisleyfi til að halda þorrablót í félagsheimilinu Árskógum 3. febrúar n.k. Forsvarsmaður er Guðrún H. Ragúels, kt. 070970-3849.

  Fyrir liggja umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingafulltrúa.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Tekið fyrir rafbréf frá framkvæmdastjóra AkureyrarAkademíunnar, dagsett þann 12. janúar 2018, þar sem óskað er eftir styrk vegna "Konur upp á dekk! Hagnýt fræðsla og samræðuþing um stjórnmál". Fræðslan er á Akureyri tvo laugardaga, þann 27. janúar og 3. febrúar 2018. Markmiðið er að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum og skapa vettvang þar sem m.a. er hægt er að kynna sér stjórnsýsluna, sögu kvenna í stjórnmálum og stöðuna í dag. Einnig verður farið yfir áhrif #MeToo byltingarinnar, siðferði í stjórnmálum og samræðustjórnmál. Fræðsla verður um framkomu og tjáningu, hvernig á að koma sér á framfæri, fundi og fundarsköp og hlutverki samfélagsmiðla þegar kemur að stjórnmálaþátttöku. Aðstandendur viðburðarins leggja áherslu á að hægt sé að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki. Því óskum við eftir styrk frá Dalvíkurbyggð til að halda fræðsluna. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 25.000, vísað á 21010-4965. Byggðaráð hvetur konur í Dalvíkurbyggð að nýta sér þetta tækifæri. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
 • Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir áætlaða niðurstöðu framlaga til Dalvíkurbyggðar úr JÖfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir greitt útsvar til Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2017 og samanburð á milli ára, unnið upp úr upplýsingum af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 852 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir, sem ekki þarfnast afgreiðslu, lagðir fram í sveitarstjórn.