Umhverfisráð - 300, frá 15.01.2017.

Málsnúmer 1801006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 299. fundur - 16.01.2018

Til afgreiðslu:
4. liður.
5. liður.
6. liður.
7. liður.
8. liður sér mál á dagskrá.
9. liður sér mál á dagskrá.
  • Til umræðu boðuð aukin vetrarþjónusta og hálkuvarnir í Svarfaðardal. Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal.
    Ráðið furðar sig hinsvegar á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin, hún mun ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal.
    Það er með hreinum ólíkindum að Vegagerðin skuli leyfa sér að mismuna íbúum dalanna um umferðaröryggi eftir því hvar þeir búa. Það fer skólabíll í báða dalina alla virka daga og einnig sækja íbúar þar vinnu til Dalvíkur.
    Í báðum dölunum eru ferðaþjónustufyrirtæki sem þurfa á góðri vetrarþjónustu að halda. Einnig má geta þess að á þeirri leið sem Vegagerðin leggur til að aukin þjónusta verði, eru einungis tvö af tólf mjólkurbúum í dölunum og sækir mjólkurbíllinn mjólk á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.
    Umhverfisráð gerir kröfu um að í fyrirhuguðu snjómoksturútboði verði gert ráð fyrir sjö daga þjónustu í Svarfaðardal og Skíðadal og búið verði að moka áður en skólabíllinn kemur kl. 07:30.

    Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar skorar á þingmenn kjördæmisins, Samgönguráðherra og Vegamálastjóra að beita sér fyrir ofangreindum tillögum ráðsins.

    Samþykkt með fimm atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Landgræðslu ríkisins, dagsett þann 12. desember 2017, þar sem Landgræðsla ríkisins hvetur sveitarstjórnir til að kynna sér upplýsingar um votlendi, virkni þess og mikilvægi og minnir á þær skyldur sem á sveitarstjórnum hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi. Umhverfisráð - 300 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar erindi dags. 9. janúar 2018 frá Landbúnaðarháskóla Íslands vegna möguleika á þáttöku sveitarfélagsins í tilraunarverkefni er varðar fullnýtingu á lífrænum úrgangi. Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar lýst vel á verkefnið og óskar eftir að fá fulltrúa umhverfis- og auðlindadeildar LBHÍ til fundar við ráðið.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 10. janúar 2018 óskar Ævar Bóasson eftir lóðinni Hringtún 40, Dalvík. Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 40.
  • Með innsendu erindi dags. 27. desember 2017 ósar Súsanna Svansdóttir eftir lóðinni Hringtún 26, Dalvík.

    Karl Ingi Atlason lýsti sig vanhæfan og vék af fundi kl. 17:20
    Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 26.
  • Karl Ingi Atlason kom aftur inn á fundinn kl. 17:23

    Með innsendu erindi dags. 10. janúar 2018 sækir Gestur Geirsson fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir lóðinni Sjávarbraut 6, Dalvík.
    Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun lóðarinnar við Sjávarbraut 6.
  • Með innsendu erindi dags. 21. desember 2017 óskar Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir byggingarleyfi við Sjávarbraut 2 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs og veitingu umbeðins byggingarleyfis.
  • Lögð var fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
    Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingar er m.a. sameining og breyting á landnotkunarreitum.
    Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga skal send Skipulagsstofnun til yfirferðar áður en hún er auglýst.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi. Skipulagsgögn eru greinargerð, skipulagsuppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15. janúar 2018 Umhverfisráð - 300 Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Deiliskipulag Hóla- og Túnahverfis á Dalvík.
    Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 30. nóvember 2017 með athugasemdafresti til 12. janúar 2018. Athugasemdir bárust frá fjórum aðilum á auglýsingatíma, þar af var ein þeirra í formi undirskriftalista frá íbúum Túnahverfisins.
    Umsagnir frá umsagnaraðilum voru án athugasemda.
    Umhverfisráð - 300 Afgreiðslu frestað.
    Farið var yfir framkomnar athugasemdirnar og sviðsstjóra og skipulagsráðgjafa falið að ræða við málsaðila og senda svarbréf.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.