Íþrótta- og æskulýðsráð - 97, frá 04.01.2017

Málsnúmer 1801002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 299. fundur - 16.01.2018

  • .1 201710051 Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2017
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 97 Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00. Afhentir voru styrkir til einstaklinga úr afreks- og styrktarsjóði fyrir árið 2017. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .2 201711010 Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 97 Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00 og stóð til 17:40. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.

    Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.

    Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2017 voru eftirfarandi:
    Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
    Amalía Nanna Júlíusdóttir - Sundfélagið Rán
    Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar
    Ingvi Örn Friðriksson - tilnefndur af íþrótta- og æskulýðsráði eftir ábendingu frá Kraftlyftingarfélagi Akureyrar.
    Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
    Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

    Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017 er Svavar Örn Hreiðarsson hestamaður hjá Hestamannafélaginu Hring.

    Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefninguna og Svavari Erni til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2017.

    Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er hún því lögð fram til kynningar.