Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845, frá 16.11.2017

Málsnúmer 1711010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 297. fundur - 21.11.2017

Til afgreiðslu:
2. liður sér liður á dagskrá.
3. liður sér liður á dagskrá.
5. liður sér liður á dagskrá.
6. liður sér liður á dagskrá.
7. liður sér liður á dagskrá.
  • Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember s.l. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til umræðu í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn.

    Tillögur um breytingar á milli umræðna:

    a) Á 844. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt:

    Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

    'Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000'

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 13:54.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og leggur til að bætt verði við fjárhagsáætlun 2018 kr. 5.900.000 á deild 32.

    b) Beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðbótarlaun á deild 06500 vegna afleysingar í forföllum, sjá meðfylgjandi.

    Í rafpósti dagsettur þann 10. nóvember 2017 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kemur fram beiðni um að gert sé ráð fyrir launum vegna afleysingar í forföllum í allt að 6 mánuði á deild 06500; Íþróttamiðstöð. Samkvæmt útreikningum launafulltrúa þá er áætlaður kostnaður vegna afleysinga kr. 1.726.524.

    c) Breytingar á launum í leikskóla v. kjarasamnings.

    Vegna breytinga á launakjörum starfsmanna í leikskólanum Krílakoti vegna leiðréttinga skv. kjarasamningi þá er áætluð hækkun skv. launaáætlunarkerfi kr. 694.378, deild 04140.

    d) Ný Þjóðhagsspá.

    Tekið fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. nóvember 2017, er varðar endurskoðaða þjóðhagsspá í nóvember 2017. Fram kemur m.a. að áætluð verðbólga ársins 2018 er nú 2,9% en var áður 2,7%.

    e) Bílamál sveitarfélagsins.

    Til umræðu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að viðbótarlaunakostnaði vegna afleysinga í forföllum verði bætt við deild 06500 kr. 1.726.524.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerð verði breyting á launakostnaði leikskólans Krílakots að upphæð kr. 694.378, deild 04140.
    d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áætlun verðbólgu fyrir árin 2018-2021 verði í samræmi við nýjustu þjóðhagsspá.
    e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá sviðsstjórum um þarfagreiningu vegna bílamála sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að halda utan um upplýsingaöflun og greiningu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu útsvars fyrir árið 2018 en lagt er til að álagningarprósentan verði óbreytt frá árinu 2017 eða 14,52%, sbr. frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta vegna útsvars fyrir árið 2018 verði 14,52%. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2018.

    a) Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára.

    b) Fyrir liggur tillaga frá umhverfisráði um hækkun á sorphirðugjaldi um 5,6% eða úr kr. 40.192 per íbúð í kr. 42.443 per íbúð.

    c) Veitu- og hafnaráð hefur ekki fjallað um gjaldskrár vegna vatnsveitu og fráveitu en skv. meðfylgjandi drögum þá liggur fyrir hver breytingin yrði miðað við hækkun á byggingavísitölu nóvember - september, eða 3,19%.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli áranna 2017 og 2018.

    b) Byggðaráð frestar umfjöllun um gjaldskrár vatnsveitu og fráveitu þar til endanleg tillaga liggur fyrir.

    c) Byggðaráð óskar eftir útreikningum og skýringum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á tillögu um hækkun á sorphirðugjaldi sem og áætlun á kostnaði vegna sorphirðu. Byggðaráð óskar eftir að fá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund til að fara yfir ofangreint.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2017 vegna janúar - september.
    Byggðaráð óskar eftir nánari skýringum stjórnenda á nokkrum deildum í rekstrinum í samræmi við umræður á fundinum."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu skýringar stjórnenda eftir því sem við á.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði, annars vegar skv. upplýsingum á vef Jöfnunarsjóðs og hins vegar skv. gildandi fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017.

    Samkvæmt fyrirliggjandi forsendum má gera ráð fyrir að áætluð framlög 2017 í deild 00100 verði um 26,3 m.kr. hærri en áætlun, nettó.
    Einnig liggur fyrir að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna liða 02180-0170 og 04240-0190 eða alls tekjur að upphæð kr. 3.720.000 sem falla ekki til.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 25 / 2017 við fjárhagsáætlun 2017 samkvæmt ofangreindu, til hækkunar á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá formanni stjórnar Fræðslusjóðs Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 14. nóvember 2017, þar sem fram kemur eftirfarandi:

    "Stjórn fræðslusjóðs hefur samþykkt á fundi sínum 10. nóv. 2017 að óska eftir að sjóðurinn verði lagður niður og fé sjóðsins lagt til kaupa á námsgögnum og eða tækjum til fræðslumála í leik- og grunnskólum í Dalvíkurbyggð."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kalla eftir tillögum frá skólastjórnendum varðandi ráðstöfun sjóðsins og leggja fyrir fræðsluráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 841. fundi byggðaráðs þann 19. október 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Tekinn fyrir undirskriftarlisti frá íbúum á Árskógsströnd, dagsettur þann 18. september 2017 þar sem segir: "Erindi til sveitarstjórnar; Við undirritaðir íbúar á Árskógsströnd viljum að fyrirhugað leyfi á hesthúsabyggingu og landleigu á móunum við Árskóg verði tafarlaust stöðvuð. Við áteljum þau vinnubrögð sem sveitarstjórn hefur viðhaft í þessu máli." Undirskriftir eru alls 99, gildar undirskriftir eru 95. Um er að ræða um 7,1% kosningabærra manna í Dalvíkurbyggð. Í gildandi Lýðræðisstefnu Dalvíkurbyggðar segir í b) lið, 2 m.gr.: "10% af þeim sem kosningarétt hafa í Dalvíkurbyggð geta kallað eftir íbúafundi og skal hann þá haldinn svo fljótt sem unnt er. Ef minnst 25% af þeim sem kosningarétt eiga í Dalvíkurbyggð óska almennrar atkvæðagreiðslu er farið með slíka ósk skv. 107. og 108. gr. laga nr. 138/2011." Til umræðu ofangreint.
    Málið er enn í ferli og því ekki tímabært að taka ákvörðun um íbúafund."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Íbúafundur var haldinn í félagsheimilinu Árskógi miðvikudaginn 8. nóvember s.l. vegna óska íbúa á Árskógsströnd sem hafa efasemdir um áform eigenda í Árskógi um byggingu hesthúss.

    https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/ibuafundur-i-arskogi

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að búið sé því að verða við ósk íbúa um íbúafund og erindinu því svarað.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Á 842. fundi byggðaráðs þann 26. október s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Guðröður Ágústsson og Freydís Dana Sigurðardóttir, eigendur að Árskógi lóð 1, Pétur Einarsson f.h. eiganda að Árskógi lóð 1, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs sem staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00. Forsvarsmenn Íbúasamtakana á Hauganesi voru einnig boðaðir en enginn hafði tök á að mæta á fundinn. Á 841. fundi byggðaráðs þann 19.10.2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá eftirtöldum: Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir hönd Árskógarskóla, dagsett þann 15. október 2017. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 16. október 2017. Íbúasamtökunum á Hauganesi, dagsett þann 15. október 2017. Íþróttafélaginu Reyni, ódagsett en móttekin þann 13.10.2017. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, dagsett þann 11. október 2017. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti erindi frá Pétri Einarssyni, lögfræðingi, dagsett þann 16. október 2017, þar sem kynnt er ný tillaga að lausn fyrir hönd eiganda að Árskógi lóð 1 og umbjóðenda hans, eins og fram kemur í bréfinu. Börkur vék af fundi kl. 14:38. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða forsvarsmenn íbúasamtakanna á Hauganesi og eigendur að Árskógi lóð 1 á fund byggðaráðs til að ræða ofangreint." Til umræðu ofangreint. Guðröður, Freydís Dana og Pétur viku af fundi kl. 13:52. Þorsteinn vék af fundi kl. 14:05.
    a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eigendur að Árskógi lóð 1 fái afrit af ofangreindum umsögnum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að eiga fund með lögmanni eigenda Árskógs lóðar 1, Pétri Einarssyni, um þær tillögur sem fram hafa komið að lausn. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að íbúafundur sem óskað hefur verið eftir verði haldinn fimmtudaginn 9. nóvember n.k. en boða þarf til fundarins ekki síðar en 10 dögum fyrir fund. Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að útbúa drög að fundarboði og finna fundarstjóra í samráði við sveitarstjóra."

    Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember 2017 var samþykkt að íbúafundurinn færi fram miðvikudaginn 8. nóvember s.l.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Eigendur að Árskógi lóð 1 hafa fengið afhent afrit af þeim umsögnum sem bárust, sbr. a) liður hér að ofan.
    Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs hafa átt fundi með Pétri Einarssyni, lögmanni eiganda að Árskógi lóð 1 um tillögu að lausn, sbr. b) liður hér að ofan. Íbúafundurinn sem um ræðir í c) lið hér að ofan fór fram miðvikudaginn 8. nóvember s.l.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september var eftirfarandi bókað:

    "Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september 2017 var eftirfarandi bókað: "Lögð fram skipulagslýsing þar sem m.a. er gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum. Umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum. Samþykkt með fimm atkvæðum" Til máls tók Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu: "Lagt er til að fresta ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi við Árskógarskóla þangað til frekari gögn um málið liggja fyrir." Einnig tók til máls: Guðmundur St. Jónsson. Fleiri tóku ekki til máls.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis.

    Á 293. fundi umhverfisráðs þann 1. september s.l. var eftirfarandi bókað, málsnr. 201708087:
    "Með innsendu erindi dags. 23. ágúst 2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir stækkun á lóð við íbúðarhúsið við Árskóg samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Umhverfisráð samþykkir umsókn um stækkun á lóðinni Árskógur lóð 1 og felur sviðsstjóra að gera nýjan lóðarleigusamning.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Karl Ingi Atlason situr hjá."

    Á 294. fundi sveitarstjórnar þann 19. september s.l. var eftirfarndi bókað og samþykkt:

    "Til máls tók:

    Bjarni Th. Bjarnason sem leggur til eftirfarandi tillögu:
    'Lagt er til að fresta ákvörðun um stækkun lóðar sem er tilkomin vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss. Óskað er eftir umsögnum frá Árskógarskóla, íbúasamtökum á Hauganesi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og hugsanlega fleirum. Sviðsstjóra umhverfis- og tæknimála er falið að óska eftir umsögnum.'

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett þann 9. nóvember 2017, þar sem vakin er athygli á breytingu sem gerð var á 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs; "Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því form sem stofnunin leggur til." Megintilgangur lagabreytingarinnar er að tryggja að Ísland uppfylli skyldur sínar gagnvart EES- samningnum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 13. nóvember 2017, þar sem ályktun aðalfundar Eyþings 2017 er kynnt. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 845 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.